Málfarsfundur sunnudaginn 4. desember kl 16:00 í Hofinu.
Íslenskan tekur hröðum breytingum og ýmsum veitist erfitt að fylgjast með nýyrðum og notkun þeirra.
Meðal breytinganna eru t.d. kynhlutlaus orð og orð sem notuð eru um kynsegin fólk, t.d. persónufornöfn.
Ásatrúarfélagið hefur boðið Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut RUV að halda framsöguerindi um þessa málnotkun, en á eftir verða umræður og hugsanlega fyrirspurnir fundargesta.
Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 4. desember kl. 16:00 í hofinu, Menntasveig 15, en stefnt er að því að streyma honum einnig á Zoom.
Fundurinn er opinn félagsmönnum meðan húsrúm leyfir, en þau sem ætla að sækja fundinn í Hofinu eða á Zoom eru beðin að skrá þátttöku á; asatru@asatru.is