Fimmtudagskvöldið 4. júlí n.k. kl 19:00 verður minningarathöfn um Sveinbjörn Beinteinsson fyrsta allsherjargoða Ásatrúarfélagsins á 100 ára afmæli hans.
Mæting er við minnisvarðann um Sveinbjörn fyrir utan byggingarsvæði hofsins í Öskjuhlíð.
Kaffi og kökur í boði og allir velkomnir.