Skip to main content

Minnum á námskeið í vattarsaumi þriðjudaginn 23. janúar

Eftir janúar 18, 2024Fréttir
Þriðjudaginn 23. janúar næstkomandi verður námskeið í vattarsaumi á Handverkskvöldi í hofinu okkar í Öskjuhlíð.
Verðið er 5000 kr fyrir hvern þátttakanda. Innifalin er nál en taka þarf með sér léttlopa sem er einfaldasta byrjunarbandið.
Þeir sem vilja skrá sig vinsamlegast senda tölvupóst á skrifstofa@asatru.is.
Fyrir áhugasama þá er hægt að fylgjast með handverkshópnum okkar nánar hér:
https://www.facebook.com/handverkshopur.asatruarfelag