Skip to main content

Námskeið í spjaldvefnaði 13-14. október næstkomandi

Eftir október 6, 2023Fréttir

Handverkshópur Ásatrúarfélagsins býður upp á tveggja daga námskeið í spjaldvefnaði dagana 13. og 14. október.

Á föstudeginum hefst námskeiðið klukkan 20:00 verður til 22:30.

Á laugardeginum hefst námskeiðið kl 17:00 og verður til 20:30.

Námskeiðinu fylgja vefbretti og byrjandaspjöld.

Námskeiðið kostar 12.000 krónur og gott er að koma með með sér efni í ofna borða og mælum við með að fólk komi með 3-4 liti að íslensku kambgarni.

Áhugasamir skrái sig með að senda póst á skrifstofa@asatru.is. Nánari upplýsingar verða síðan veittar á þriðjudagskvöldið næstkomandi frá kl 20:00-22:00 á handverkskvöldi.

Öll velkomin.