Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Opinn lögréttufundur 1. mars 2008

Mættir: Egill, Árni, Jóhanna, Lára, Hilmar ásamt gestum.
Fundur settur kl. 16:09.


1. Goðaveldi ásatrúarmanna

Egill les erindi frá Ólafi Sigurðssyni og Hauki Halldórssyni. Umræða um málið hefur verið í gangi meðal goða og er í ákveðnum farvegi. Umræða um málið og því vísað áfram til frekari umræðu. Hilmar segir að Gunnar Karlsson lumi á ýmsum fróðleik um málið og ætlar að biðja hann um að halda erindi fyrir félagsmenn.
 

2. Fánar félagsins

Erindi frá Hauki Halldórssyni og Ólafi Sigurðssyni. Lagfæring á „félagsfánanum“ hefur þegar verið gerð. Fundarmenn eru vilhallir fjórðungsfánunum og er málinu vísað til frekari umræðu meðal félagsmanna.


3. Önnur mál.

Umræða um blótnefnd, skemmtiatriði og kostnað. Árni Einarsson tekur að sér að hafa yfirumsjón með störfum blótnefndar.

Fundi slitið 16:44. Fundarritari Lára Jóna.