Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Opinn lögréttufundur 2. september 2017

Opinn lögréttufundur 2. september 2017

Mættir eru: Sigurlaug, Jóhanna, Þorsteinn, Teresa, Jóhannes, Hilmar og félagsmenn.
Fjarverandi eru: Kári, Gréta og Sigrún.

1. mál: Útisvæði við hofbygginguna.
Hugmynd um leiksvæði fyrir börn , allavega lítið horn. Hugmynd um tré og trjáhring. Hugmyndir um helgisiði utandyra með föstu eldkeri í miðju. Rætt um að setja upp fjórðungssteina í kring um eldstæðið. Hugmyndir um að nýta timbur sem félagið á og byggja bekki og leiksvæði og leiktæki fyrir börn, setja upp einskonar ,,smíðavelli''.
Hugmynd um að smíða útigrill, kaupa e.t.v. nýtt tjald vegna sumarblóts og héraðsblóta. Hugmynd að útbúa geymslu á útisvæði, þá e.t.v. jarðhýsi eða ,,hobbita-holu''.

* Ákveðið að leggja undir lögréttu að athuga kaup á tjöldum.
* Ákveðið að leggja undir lögréttu að fá fund með landslagsarkitekt vegna skipulags.

Fundargerð þessa votta allir með eigin hendi:
Teresa Dröfn
Sigurlaug Lilja Jónasdóttir
Hilmar Örn Hilmarsson
Jóhannes Levy
Þorsteinn

Fundur hófst 14.30
Fundi slitið: 15:40