Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Opinn lögréttufundur 26. október 2008

Mættir voru: Jóhanna, Rún, Halldór, Alda Vala, Egill, Lára Jóna, Óttar. (Enginn gestur utan Lögréttu.)
Fundur settur kl. 16:10.


1. Verkaskipting stjórnar

Egill leggur til óbreytta skipan, nema að Halldór verði gjaldkeri í stað Rúnar, sem nú situr sem varamaður. Egill er því lögsögumaður, Alda Vala staðgengill hans, Óttar ritari, Halldór gjaldkeri og Lára Jóna meðstjórnandi. Varamenn eru Rún og Garðar Ás. Plögg vegna stjórnarskipta undirrituð.


2. Hörgur

Egill er sjálfskipaður í stjórn Hörgs og Halldór tekur sæti sem gjaldkeri. Rætt um þriðja mann. Egill talar við einn; Halldór við annan.


3. Endurskoðun

Rætt um endurskoðun reikninganna nú og framvegis.


4. Lögréttufundir

Raddir uppi um, að hentugt sé að funda reglulega, t.d. fastan mánaðarlegan dag. Ákveðið, að Lögrétta muni framvegis funda 2. mánud. hvers mánaðar, kl. 19:00.


5. Opið hús

Goðar skiptast nú á um að mæta í laugardagskaffi. Goðar eru hvattir til að setja upp fastan símaviðtalstíma.


6. Heiðin gildi

Rætt um heiðin gildi á krepputímum. Þrengingar beina fólki í átt að gömlum, góðum, þjóðlegum gildum. Nú þarf félagið að vera sýnilegra; nú ætti að vera lag.


7. Blótaðsókn

Stungið er upp á að við fáum blaðamann til að mæta á blót og skrifa um það. Hafa þarf góðan fyrirvara á. - Jóhanna spyr, hvort fólk geti ekki mætt á blótathöfnina eingöngu, en ekki í matinn. Þetta hefur eitthvað tíðkazt, en vekja þarf athygli á því.


8. Fréttabréf

Getum við sparað okkur fréttabréf fyrir þorrablót, aðeins mánuði eftir jól? Örfáir skrifa í Vorn sið og mikil fyrirhöfn er að afla efnis í blaðið. Við þurfum að virkja þá fjölmörgu ritfæru félaga, sem við höfum á að skipa. Halldór minntist á þekkta grínara. Rún og Óttar reyna að afla erlends efnis, en slíkt þarf að þýða. Jóhanna lumar á grein um ferð austur og norður. Hún býðst til að skrifa um blótið í Laugardal um daginn. Alda hvetur til, að við ræðum efnisöflun og kynningu félagsins á næsta fundi.

Fundi slitið kl. 17:40.
Fundarritari: Óttar Ottósson.