Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Opinn lögréttufundur 28. nóvember 2007

Mættir voru: Egill, Rún, Hildur, Garðar Ás, Óttar, Alda Vala, Lára Jóna, Hilmar Örn, Jónína og Halla Arnar.
Fundur settur kl. 14:10.


Skipað í hlutverk innan stjórnar 

Lögsögumaður verður áfram Egill og staðgengill hans verður Alda Vala. Hilmar stingur upp á Rún sem gjaldkera. Rún samþykkir það. Óttar tekur að sér ritarastörf og tekur hann hér með við fundarritun.

Ný stjórn:
  • Lögsögumaður: Egill Baldursson.
  • Staðgengill lögsögumanns: Alda Vala Ásdísardóttir.
  • Ritari: Óttar Ottósson.
  • Gjaldkeri: Rún Knútsdóttir.
  • Meðstjórnandi: Garðar Ás Guðnason.
Varamenn:
  • Lára Jóna Þorsteinsdóttir
  • Ólafur Sigurðsson
Rætt um eftirmann formanns Hörgs, en hann hefur látið af störfum. Umræður um allsherjarþing í gær. Frekari kynningar er þörf á Hávamálaútgáfu félagsins, t.d. gagnvart fjölmiðlum og Félagi íslenskukennara. Bókin verður með í Bókatíðindum. Útfærslu þóknunar allsherjargoða vísað til stjórnar. Fundi slitið kl. 16:48.

Fundarritarar: Hildur Guðlaugsdóttir og Óttar Ottósson.