Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Opinn lögréttufundur 28. október 2012

Fundinn sátu:
  • Aðalmenn í lögréttu: Hallur Guðmundsson, Sigurlaug Lilja Jónasdóttir, Bjarki Karlsson, Hrafnhildur Borgþórsdóttir og Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði
  • Varamaður í lögréttu: Lenka KováÅ•ová
  • Hulda Sif Ólafsdóttir boðaði forföll
  • Einnig sátu fundinn Tómas Albertsson, seiðgoði og Hanna Björk Hlöðversdóttir
Fyrsti fundur nýrrar lögréttu. Í fyrsta sinn eru konur í meirihluta hennar.


1. Verkaskipting nýrrar lögréttu

Samþykkt að Hallur verði áfram lögsögumaður, Bjarki áfram ritari og Hulda Sif áfram gjaldkeri. Sigurlaug verður staðgengill lögsögumanns í stað Böðvars sem nú er varamaður í lögréttu. Hrafnhildur er því meðstjórnandi. Samkvæmt niðurstöðu kosninga á allsherjarþingi er Lenka fyrsti varamaður, Böðvar annar.

Hilmar óskaði nýjum lögréttufulltrúum til hamingju með kjörið og lýsti ánægju með hlut kvenna í því. Hrafnhildur ræddi einnig kosningar á allsherjarþingi og kvaðst hafa skynjað að hún hefði verið hvött til framboðs einkum til þess að hægt væri að kjósa á móti öðrum frambjóðendum fremur en fyrir sína eigin verðleika. Nokkir lögréttumenn bentu á að horft hafi verið til þess lengi að lögréttu yrði fengur að störfum hennar og að afgerandi úrslit kosninga á allsherjarþingi vitni um það.

 

2. Fastur fundartími

Erfitt reyndist að finna fundartíma sem hentar öllum lögréttumönnum. Úr varð að stefna að öðrum þriðjudegi hvers mánaðar kl. 18:30.

Fleira ekki gert og fundi slitið.