Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Opinn lögréttufundur 5. mars 2011

Mættir: Hilmar, Haukur, Óttar, Lára, Halldór, Lenka. Jóhanna hafði boðað forföll. 
9 almennir félagsmenn voru mættir.

Fundur settur: 15:06


1. Vefsíðan 

Greinargerð frá Jóhönnu lá frammi. Staða vefmála kynnt fyrir félögum og tillögur ujm nýja síðu kynntar. Sigrún Einarsdóttir bauð sig fram til að þýða efnið yfir á ensku. Ýmsar hugmyndir reifaðar og rætt um spjallsíðu, Facebook-síðu, Vorn sið og fleiri tengd mál. Leiðir til að greiða blót gegnum netið, selja bækur og aðrar vörur, styrkja hofbygginguna o.þ.h. voru einnig ræddar.


2. Þingsályktunartillaga um mikilvægi fræðslu um kristni og önnur trúarbrögð og lífsviðhorf

 Tillagan kynnt og rædd. Hilmar tekur að sðér að svara þessu tæpitungulaust og fylgja jmálinu eftir, t.a.m. með því að óska eftir fundi.

Fundið slitið 16:00.