Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Opinn lögréttufundur 7. mars 2015


Opinn lögréttufundur, laugardaginn 7. mars 2015
Mætt eru Hilmar Örn, Sigurboði, Jónína, Silke, Hulda Sif, Alda Vala, Bergrós og gestir.
 
Eitt mál á dagskrá: Skóflustunga fyrir hofið.

Hilmar Örn allsherjargoði kemur með tillögu að því að tekin verði skóflustunga þann 20. mars, því þá er sólmyrkvi og jafndægur.  Allir eru sammála því.
Sólmyrkvinn stendur yfir í um tvær klukkustundir. Í Reykjavík hefst hann kl. 8:38, nær hámarki kl. 9:37 og lýkur kl. 10:39, skv. stjörnufræðivefnum.
Gott væri ef allir væru mættir um 8:00 leytið um morguninn. Hilmar leggur til að athöfnin sjálf byrji u.þ.b. 10:45.
Færum staðaröndum og vættum súrmjólk og brauð, færum dreypifórnir, strengjum táknræn vébönd. Getur orðið stór stund.  Munum hafa lítinn aðgang að svæðinu eftir að framkvæmdir byrja.
Sigurboði spilar á hljóðfæri og Steindór kveður rímur. Silke tekur myndir. Boðið verður uppá kaffi og kakó í kuldanum og eldkerið góða verður með í för.
Fjölmiðlar verða boðaðir.
Alda Vala nefnir að leyfa fólki að setja litla kvisti í eldinn, táknrænt.
Upp kemur umræða um sólmyrkva, að gott sé að byrja á einhverju nýju.
Vangaveltur hvort eigi að bjóða fólki uppá gleraugu á staðnum, spurning um að hafa einhverja stóra filmu. Líka spurning hvort að hafa eigi tjald, það getur orðið kalt að standa allan þennan tíma (Sigurboði).
Í framhaldinu verður byrjað að flytja til gróðurinn og svæðið hreinsað í kring, segir Hilmar.
Landmótun ehf,  mun teikna upp svæðið og Magnús Jensson mun gera nýja mynd og útfrá henni verður hönnuð þrívíð tölvumynd af hofinu sem verður svo sett inn á síðuna okkar, fólki til glöggvunar og upplýsingar.
 
Ritari: Bergrós