Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Opinn lögréttufundur 7. september 2013

Þrátt fyrir töluverð boðuð forföll í hópi lögréttumanna var opnum fundi ekki frestað enda ber að halda hann á þessum tíma skv. lögum félagsins.

Mætt voru Sigurlaug, staðgengill lögsögumanns; Bjarki, ritari, og Hilmar Örn, allsherjargoði.  Auk þess sátu um 10 félagsmenn fundinn.

Haustdagskrá
Rætt var um fyrirlestradagskrá haustsins.  Ýmsar hugmyndir komu fram sem verða kannaðar nánar. Ákveðið að fela starfsmanni félagsins að halda utan um hver er bókaður á hvaða tíma til að koma í veg fyrir tvískráningar.  Þeir sem hafa tekið að sér að bóka fyrirlesara verði því í sambandi við Írisi.

Félagaskrá
Rætt um gjald sem Þjóðskrá er farin að taka fyrir að útvega nafna- og heimilisfangalista fyrir Vorn sið. Það þykir óeðlilega hátt og hvergi í samræmi við veitta þjónustu. Félagsmenn á fundinum hvetja lögréttu til að kæra gjaldtökuna til umboðsmanns Alþingis.

Eins var rætt um að koma lagi á skrá yfir póstföng sem þarf ekki að senda fréttabréf á, t.d. félaga sem hafa látið við að rafræn útgáfa nægi þeim og eins nöfn þeirra sem ítrekað finnast ekki á lögheimili sínu þannig að fréttabréfið er endursent.  Þetta gæti sparað þó nokkuð í dreifingarkostnaði.

Merkingar
Félagsmenn bentu á að það þurfi að endurnýja filmu á útidyrahurð félagsheimilisins þar sem skrifstofutími kemur fram. Lögrétta hvött til að ganga í það mál.

bk