Sigurblót um landið allt sumardaginn fyrsta 25. apríl næstkomandi.
———–
Sigurblót í Reykjavík. Fjölskyldufjör í og við hofið okkar í Öskjuhlíð. Blótið er helgað kl 14:00.
Sigurblót í Ásheimi í Skagafirði. Blótið er helgað kl 13:00. Pylsur og gos í kjölfar blóts.
Sigurblót við Blöndalsbúð á Egilsstöðum. Blótið er helgað kl 18:00. Valgeir Ægir Ingólfsson helgar blótið í fjarveru Baldurs. Kaffi og pylsur í boði.
Sigurblót í Ólafsfirði. Blótið verður haldið við menntaskólann og hefst kl 17:00.
Að blóti loknu verður boðið upp á kaffi á Kaffi Klöru.
Sigurblót á Hamarkotstúni á Akureyri kl 18:00. Ragnar helgar blótið.
