Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Skráning í félagið


Hvernig skráir maður sig í Ásatrúarfélagið?

Ásatrúarfélagið er löggilt trúfélag á Íslandi (síðan 1973) og hefur það að markmiði að hefja til vegs og virðingar fornan sið og forn menningarverðmæti. Félagið er opið öllum þeim er áhugasamir eru um ýmiskonar þjóðtrú, gamlar hefðir og menningarverðmæti.

Íslenskir ríkisborgarar ,16 ára og eldri, sem og útlendingar með fasta búsetu á Íslandi, sem tilbúnir eru að fylgja reglum félagsins, sbr. lög og starfsreglur þess, geta skráð sig í félagið. Þeir sem ekki hafa náð 16 ára aldri þurfa samþykki foreldra fyrir félagsaðild. Allir félagar eru virtir að jöfnu, hafa kosningarétt og geta gefið kost á sér í trúnaðarstöður innan félagsins. Samkvæmt íslenskum lögum er aðeins mögulegt að vera skráður í eitt löggilt trúfélag.

Rétt er að geta þess, að Ásatrúarfélagið veitir félögum sínum nánast alla þá þjónustu, sem Þjóðkirkjan hefur upp á að bjóða. Umfram ákvæði áðurnefndra félagslaga, gerir Ásatrúarfélagið sömu kröfur til félagsmanna sinna og Þjóðkirkjan: Engar!

Þjóðskrá, Borgartúni 21, 105 Reykjavík, sér um skráningu í trúfélög. Þar er opið virka daga kl. 09:00-15:00.

Hér er hægt að nálgast trúskiptaeyðublöð Þjóðskrár Íslands til útfyllingar. Þau þarf svo annað hvort að prenta út og koma til Þjóðskrár eða smella á tengil af síðunni við netskil hjá Ísland.is og senda rafrænt. Nánari upplýsingar eru veittar í síma Þjóðskrár, 515 5300.

Þetta er sáraeinfalt mál!

Velkomið er líka að snúa sér til skrifstofu Ásatrúarfélagsins, Síðumúla 15, eða hvaða goða sem er.

Skrifstofan er opin virka daga kl. 12:30–16:00 og opið hús er á laugardögum kl. 14:00 –16:00.