Ásatrúarfélagið óskar eftir starfsmanni á skrifstofu

Eftir ágúst 29, 2017Fréttir

Um er að ræða 50% starf við almenn skrifstofustörf og þjónustu við félaga.  Starfið býður upp á fjölbreytileika, mikil mannleg samskipti og möguleika á hærra starfshlutfalli síðar.

Vinnutími er frá kl. 12:30-17:00 þriðjudaga til föstudaga, eða eftir samkomulagi.
Helstu verkefni:
•    umsjón með bókhaldi félagsins.

•    almenn umsjón með rekstri skrifstofu; s.s. útleigu á húsnæði, birgðahaldi og þrifum.

•    símsvörun, móttaka og umsjón með tölvupósti og samfélagsmiðlum félagsins

•    vera lögréttu og goðum til aðstoðar við innkaup fyrir blót og aðra viðburði. 

Menntunar- og hæfniskröfur:
•    þekking á almennu tölvubókhaldi.

•    gott vald á íslensku og ensku (talað og skrifað).

•    reynsla í notkun samfélagsmiðla.

•    skipulögð vinnubrögð og sjálfstæðni.

•    viðkomandi þarf að hafa ánægju af mannlegum samskiptum.

Umsóknarfrestur rennur út 8. september
Sækja skal um starfið hér: https://alfred.is/starf/13064?cat=0