Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Stjórnarfundur 18. desember 2006

Fundur settur kl. 18:10

 

1. Byggingarnefnd

Hilmar hefur talað við Björn Brynjólf og Sverri Björnssyni um að leiða bygginganefndina. Grunnnefndin mun saman standa af 5 einstaklingum sem geta svo kallað eftir sérfræði aðstoð ef til þess kemur. Stjórnin var samþykk þvi.


2. Á að leyfa auglýsingar á heimasíðunni?

Óttar lagði fram fyrirspurn frá sænskum manni, þess efnis hvort hann gæti auglýst eftir húsnæði eða gistingu á heimasíðu Ásatrúarfélagsins. Ákveðið var að þess konar auglýsingar ætti ekki að leyfa.


3. Á að láta ársreikninga vera á heimasíðunni?

Sveinn bar upp þá tillögu á Alsherjarþingi og var það talið sjálfsagt og eðlilegt að setja þá þar inn svo allir hefðu aðgang að þeim þar.


4. Helgistund 22.des.

Verkefnum deild niður á stjórnarmenn og ákveðið að Rún,Garðar og Egill sæu um að koma dótinu í Öskjuhlíð fyrir athöfnina.


5. Önnur mál:

Egill hafði samband við Skógræktarfélagið og spurðist fyrir um reit til trjáræktar í Heiðmörk. Hann lýsti áhuga á að fá þannig reit fyrir félagið.

Egill lagði fram tillögu að útgáfuefni Ásatrúarfélagsins 2007:
  • Hávamál með skýringum eftir Eyvind P.Eiríksson
  • Tækifæriskort (Unglingavígslu, brúðkaupskort og nafngiftakort)
  • Jólakort
  • Dagatal
Var tillagan samþykkt.

Fundi slitið kl. 20.10

Fundarritari Hildur Guðlaugsdóttir