Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Stjórnarfundur 22. október 2007

Mættir voru Egill, Garðar Ás, Sveinn, Rún, Hanna, Þorvaldur og Óttar.
undur settur kl. 18:20.


1. Aðalfundur / allsherjarþing

Verkum skipt meðal stjórnarmanna þannig: Rún og Hanna verða í dyrunum. Tillaga borin upp þess efnis að Hildur verði fundarritari, og Þorvaldur fundarstjóri. Egill mun lesa skýrslu stjórnar. Rún mun kynna skýrslu laganefndar Jónína í fjarveru Óttars mun lesa skýrslu Samráðsvettvangs trúfélaga. Sveinn mun fara yfir ársreikninga. Umræður. Kosningar í stjórn. Hildur og Sveinn ljúka kjörtímabili. Árni Einarsson mun fara fram á við allsherjarþing að verða goði.


2. Blótið

Sveinn verður í dyrunum um kvöldið og sér um innkaup. Verkaskipting ákveðin varðandi blótið.


3. Önnur mál

Borin upp tillaga um að skipta um formann í Hörgi. Talið að það sé hlutverk Lögréttu og beint til hennar. Fundi slitið kl. 20:01.

Fundarritari Rún Knútsdóttir.