Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Stjórnarfundur 7. janúar 2008

Mættir voru: Egill, Óttar, Lára Jóna og Ólafur. Alda Vala seinna.
Fundur settur kl. 18:14.


1. Staða byggingarmála

Málið er í grenndarkynningu; líklega til nk. friggjardags. Ekki er búizt við andmælum. Að grenndarkynningu lokinni þarf að drífa í að setja saman byggingarnefnd, svo hún geti tekið til starfa hið fyrsta. Þegar hafa verið skipaðir í nefndina bræðurnir Björn Brynjúlfur og Sverrir Björnssynir. Einnig er nefndur nafngreindur jarðfræðingur, sem góður kostur.


2. Staða dómsmálsins

Félagið tapaði nýlega málinu í Hæstarétti. Stefán Már, prófessor við HÍ og sérfræðingur í Evrópurétti, er að kynna sér málið og mun meta möguleika okkar fyrir Evrópurétti. Óvíst er því um framhald málsins.


3. Fréttabréf

Er þörf á sérstakri ritnefnd? Efni vantar. Æskilegt væri að félagsmenn legðu Vorum sið til efni; ekki sízt lögréttumenn. Það eykur vitaskuld fjölbreytni fréttabréfsins, að ritstjóri/lögsögumaður semji ekki allt efnið. Lýst er eftir efni um heiðinn sið - í stuttu máli. Ólafur ritar frásögn af jólablótunum. Myndir Garðars eru þegar komnar á heimasíðuna.


4. Þorrablót

Verður friggjardaginn 25. janúar, bóndadag. Soffía Karlsdóttir, söngkona, mætir, að sögn Ólafs. Lára Jóna hefur samband við Búálfa frá Norðfirði. Egill eða Hilmar tala við Steindór Andersen. Egill við tengdadóttur sína, Örnu söngkonu. Halla spyr lækninn rússneska, Konstantín. Rún verður beðin að biðja tengdaföður sinn að koma að lesa Skírnismál. Þorvaldur verður beðinn um veizlustjórn. Stjórnin hjálpast að við flutninga útbúnaðar. Húsið verður opnað kl. 19:00; borðhald hefst þá um klst. síðar. Hanna hefur safnað 4 happdrættisvinningum. Rætt um þóknanir skemmtikrafta. Blótið verður auglýst í útvarpi; 4-5 orð hver auglýsing.


5. Önnur mál

Óttar nefndi umræður um trúarbragðafræðslu í skólum. Hugmyndin er sú, að trúfélögin kynni sig sjálf. Félagið telur trúaráróður ekki eiga heima í grunnskólum, en mun að öllum líkindum taka þátt í þessu með Samráðsvettvangnum, ef ekki tekst að koma í veg fyrir það með öllu.

Fundarritari: Óttar Ottósson.