Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Tröll, jötnar, hrímþursar og dvergar

Angurboða

Angurboða var gýgur Jötunheimi. Hún var frilla Loka, en með henni gat hann Fenrisúlf, Miðgarðsorm og Hel. Angurboða er „sú sem boðar angur“.


Bestla

Bestla er dóttir Bölþorns jötuns. Hún eignaðist Óðinn, Vila og Vé með Bor sem eru fyrstu goðin. Þeir drepa jötuninn Ými og skapa heiminn úr líkama hans.


Bor

Bor (eða Bur) er sonur Búra. Hann eignaðist Óðinn, Vila og Vé með Bestlu Bölþornsdóttur.


Búri

Búri heitir sá er frumkýrin Auðhumla sleikti lausan úr hrímsteinum. Hann er ættfaðir ásanna og faðir Bors.


Bölþorn

Bölþorn jötunn er faðir Bestlu, móðir fyrstu goðanna.


Dvergar

Upptalning úr Völuspá:

Alþjófur, Aurvangur, Austri, Ái, Álfur, Án, Ánar, Bávör, Bívör, Bömbur, Dólgþrasir, Draupnir, Durinn, Dvalinn, Eikinskjaldi, Finnur, Fíli, Fjalar, Frár, Frosti, Frægur, Fundinn, Gandálfur, Ginnar, Glói, Hannar, Haugspori, Hár, Hefti, Hlévangur, Hornbori, Jari, Kíli, Litur, Lofars, Lóni, Mjöðvitnir, Mótsognir, Náli, Nár, Niði, Norðri, Nóri, Nýi, Nýráður, Ráðsviður, Reginn, Skáfiður, Skirvir, Suðri, Svíur, Veigur, Vestri, Vindálfur, Virvir, Vitur, Víli, Yngvi, Þekkur, Þorinn, Þráinn, Þrár.


Gunnlöð

Gunnlöð er sú jötunmær er gætti skáldamjaðarins sem Óðinn komst í og drakk til þurrðar kerin þrjú er hann var geymdur í, Óðreri, Són og Boðn.


Hel

Hel dóttir Loka og Angurboðu er gyðja dauðraheimsins Heljar þangað sem þeir fara er deyja úr veikindum eða elli. Hel er sögð ung, hálf blá og hálf hörundslit, þungbúin og grimmileg.


Laufey

Laufey er móðir Loka.


Mímir

Mímir er sá jötunn sem allra vitrastur er.


Surtur

Surtur (hinn Svarti) Eldjötunn sem fer um með logandi sverði í ragnarökum, sigrar öll goðin og eyðir heiminum með eldi sem nefnist Surtarlogi.


Stuttungur

Stuttungur er sá jötunn sem átti skáldamjöðinn áður en Óðinn rændi honum handa ásum og mönnum.


Ýmir

Ýmir (Ymir, Aurgelmir) er frumjötunninn í sköpunarsögunni og frá honum eru allri jötnar komir.

Ýmir varð til þegar frost niflheims blandaðist eldum múspelsheims í ginnungagapi.
Þegar Óðinn, Vili og Vé ákváðu að skapa heiminn tóku þeir Ými, drápu hann og mótuðu úr honum heiminn þannig að úr holdi hans urðu til löndin. Blóð Ýmis varð að sjó og stöðuvötnum. Bein og tennur hans urðu að fjöllum. Beinflísar urðu að grjóti og urðum. Höfuðkúpan varð að himninum. Augabrýr Ýmis urðu að virkisvegg utan um Miðgarð. Heilinn varð að skýjum og hár hans varð að skógi.


Þjassi

Þjassi er sá þurs er fær Loka í lið með sér til að stela Iðunni og æskueplunum sem halda goðunum ungum.


Þrymur

Þrymur heitir sá jötunn sem Þrymskviða er nefnd eftir, en í henni stelur Þrymur hamri Þórs.


Ægir

Ægir (eða Hlér eða Gymir) er sjávarjötunn sem gæddur er eiginleikum sjávargoðs.
Kona hans er Rán og eiga þau saman níu dætur sem heita: Bára, Blóðughaldda, Bylgja, Dúfa, Hefring, Himinglæva, Hrönn, Kólga og Unnur. Ægir bjó í Hlésey og var mjög fjölkunnugur. Rán á mikið net sem hún veiðir drukknaða menn í, en þeir fara hvorki til Heljar né Valhallar heldur til neðarsjávarheims hennar.