Skip to main content

Tveggja daga námskeið í landnámsbúningagerð 22-23 september.

Eftir september 15, 2023september 20th, 2023Fréttir
Við verðum með tveggja daga námskeið í landnámsbúningagerð í hofinu okkar í Öskjuhlíð 22-23. september næstkomandi, en handverkshópur félagsins stendur fyrir námskeiðinu.
Á föstudeginum 22. september hefst námskeiðið klukkan 20:00 og verður til u.þ.b. 22:30.
Á laugardeginum 23. september hefst seinni hluti námskeiðsins klukkan 17:00 og stendur til u.þ.b. 20:00.
Þátttakendur þurfa að koma með eigin efni með sér ásamt saumnálum og hörtvinna. Auðveldast er að byrja á hörflík og þá þarf að þvo efnið áður en það er sniðið og saumað úr því.
Efnisnotkun: kjóll (2 og ½ metri af efni), kirtill (1 og ½ metri af efni) og buxur (1 og ½ metri).
Takmarkaður fjöldi þátttakenda kemst að í námskeiðið svo vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem fyrst með að senda póst á skrifstofa@asatru.is eða hringja í síma 861-8633. Þátttökugjald fyrir námskeiðið er 10.000 krónur sem greiðist á námskeiðinu.
Þau sem vilja, geta fengið kynningu á námskeiðinu á Handverkskvöldi þriðjudaginn 19. september yfir kaffibolla. Þar verður einnig hægt að skrá sig ef pláss enn leyfir.
Ef aðsókn fer yfir takmarkaðan fjölda verður námskeiðið endurtekið fljótlega.