Vor siður
Ásatrúarfélagið gefur út tímaritið Vorn sið. Var það lengi vel í formi fréttabréfs sem sent var til allra félagsmanna fimm sinnum á ári. Árið 2011 var því fækkað niður í fjögur árleg fréttabréf en eftir árið 2015 var því útgáfuformi hætt og í staðinn gefið út veglegt ársrit. Ein helsta ástæðan fyrir þeim breytingum er að fréttabréfin sinntu því hlutverki að koma skilaboðum til félagsmanna og birta ýmsan fróðleik en með tíð og tíma tók vefsíða félagsins og Facebook-síða við því hlutverki. Auk ársritsins gefur félagið út dagatal með hinu forna tímatali, gömlum mánaðarheitum og vikudagaheitunum sem margir Íslendingar kunna betur að meta: týsdagur, óðinsdagur, þórsdagur og freyjudagur. Dagatalið er sent öllum félagsmönnum þeim að kostnaðarlausu og Vorn sið má nálgast í vefútgáfu eða á prenti fyrir þau sem það kjósa.