Skip to main content

Vorblót Stykkishólmi sunnudaginn 26. maí n.k.

Eftir maí 21, 2024Fréttir
Vorblót Stykkishólmi sunnudaginn 26. maí upp í Nýrækt, skógrækt Stykkishólms.
Jónína Þórsnesgoði helgar blótið kl 16:00.
Fögnum vori og hækkandi sól, lyftum horni til heilla goðmögnum gróandans og til góðs árferðis og friðar. Öllum er velkomið að mæta, hvort sem fólk er í félaginu eða ekki.
Að blóti loknu ætlum við að staldra við í skógarlundinum, þar verður kaffi og drykkir ásamt meðlæti í boði. Auk þess verður haldinn opinn fundur um það sem efst er á baugi hjá Ásatrúarfélaginu og svo hvernig við viljum sjá félagsstarfið og viburði þróast á Vesturlandinu.