Skip to main content

Breytingatillaga við 5. gr laga Ásatrúarfélagsins

By september 10, 2019mars 30th, 2022Fréttir

Breytingatillaga við 5. gr laga  Ásatrúarfélagsins borin fram á Allsherjarþingi 2. Nóvember 2019:

5. grein
Allsherjarþing fer með æðsta vald í félaginu. Skal það sett á Þingvöllum á þórsdag í tíundu viku sumars ár hvert, en lögréttu er heimilt að fresta þingstörfum til fyrsta laugardags eftir fyrsta vetrardag. Allir félagar Ásatrúarfélagsins eiga rétt til setu á allsherjarþingi og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Atkvæðisréttur og kjörgengi miðast við 18 ára aldur.
Verkefni allsherjarþings skulu vera þessi:
1. Skýrsla lögréttu, borin upp til umræðu og staðfestingar.
2. Reikningar lagðir fram til umræðu og til staðfestingar.
3. Lagabreytingar og aðrar tillögur.
4. Kosið í lögréttu
5. Kosning skoðunarmanna reikninga, nefnda og í aðrar trúnaðarstöður.
6. Önnur mál.
 
Lagt er til að greini verði eftirfarandi eftir breytingu á fyrstu tveim setningunum í greininni:
 
VERÐI:
 
5. grein
Allsherjarþing fer með æðsta vald í félaginu. Skal það sett á Þingvöllum á sumarsólstöðum ár hvert, en lögréttu er heimilt að fresta þingstörfum til fyrsta laugardags eftir fyrsta vetrardag. Allir félagar Ásatrúarfélagsins eiga rétt til setu á allsherjarþingi og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Atkvæðisréttur og kjörgengi miðast við 18 ára aldur.
Verkefni allsherjarþings skulu vera þessi:
1. Skýrsla lögréttu, borin upp til umræðu og staðfestingar.
2. Reikningar lagðir fram til umræðu og til staðfestingar.
3. Lagabreytingar og aðrar tillögur.
4. Kosið í lögréttu
5. Kosning skoðunarmanna reikninga, nefnda og í aðrar trúnaðarstöður.
6. Önnur mál.
 
 
Jóhanna G. Harðardóttir