Skip to main content
 
 
 
 
 

Fréttir

Fréttir

Lagabreytingatillögur fyrir Allsherjarþing 2025

Eftirfarandi tillögur að siðareglum hafa borist frá Ásdísi Elvarsdóttur og eru lagðar fyrir Allsherjarþing næstkomandi…
Fréttir

Veturnáttablót 2025 – til ykkar sem hyggist mæta.

Þið sem hafið meldað ykkur á Veturnáttablótið næsta laugardag, vinsamlegast látið vita hvað þið ætlið…
Fréttir

Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins 2025

Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins 2025 verður haldið í hofi félagsins að Menntasveigi 15 í Öskjuhlíð laugardaginn 1.…

Reglubundin starfsemi

Opið hús

Boðið er upp á kaffi og með því yfir léttu spjalli. Öðru hvoru eru skemmtilegir og fróðlegir fyrirlestrar og eru þeir auglýstir sérstaklega á Snjáldrinu (Fésbók).

Laugardaga frá kl 14-16

Fyrirlestrar

Fræðilegir fyrirlestrar eru að jafnaði haldnir einu sinni í manuði frá september og fram í maí. Fyrirlestrar eru auglýstir sérstaklega á Snjáldrinu (Fésbók).

Leshópur

Leshópurinn hittist reglulegar og ræðir valin verk og kvæði. Boðið er upp á kaffi og meðlæti og allir eru velkomnir.

Auglýst verður sérstaklega þegar leshópurinn hefst að nýju. 

Siðfræðsla

Siðfræðsla er hugsuð fyrir unglinga á fermingaraldri. Á námskeiðinu er farið yfir megininntak heiðins siðar og siðfræði auk annarra vangaveltna um lífið. Að námskeiði loknu fær hver þátttakandi sína einkaathöfn.

Síðasti sunnudagur í mánuði yfir vetrartímann.

Lögréttufundir

Lögrétta, stjórn félagsins, kemur saman a.m.k. mánaðarlega en þrír fundir hennar árlega eru opnir öllum félagsmönnum.

Daginn eftir allsherjarþing, fyrsta laugardag í mars og fyrsta laugardag í september.

Skrifstofa

Skrifstofa félagsins er opin alla virka daga milli kl. 12:00 og 15:00. Símatími félagsins er á sama tíma. Félagsmönnum sem öðrum er velkomið að snúa sér til skrifstofu varðandi hvað sem snýr að Ásatrúarfélaginu og starfsemi þess. Einnig er hægt að senda erindi á netfang félagsins asatru@asatru.is.

Árleg blót

Þorrablót

Þorrablót Ásatrúarfélagsins fer fram á bóndadegi ár hvert

Sigurblót

Sigurblót er eitt fjögurra höfuðblóta, haldið sumardaginn fyrsta.

Þingblót

Þingblót er eitt fjögurra höfuðblóta, haldið á sumarsólstöðum á Þingvöllum.

Veturnáttablót

Veturnáttablót er eitt fjögurra höfuðblóta, haldið vetrardaginn fyrsta.

Landvættablót

Landvættablót eru haldin samtímis í öllum landsfjórðungum á fullveldisdaginn.

Jólablót

Jólablót er eitt fjögurra höfuðblóta, haldið á vetrarsólstöðum.

Ásatrúarfélagið

Gildi

Ásatrú eða heiðinn siður byggist á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir fornum menningararfi og náttúrunni. Eitt megininntak siðarins er að hver maður sé ábyrgur fyrir sjálfum sér og sínum gjörðum

Stofnað

Árið 1972 og löggilt 1973.

Félagar

6.161 þann 1. mars 2025.

Allsherjargoði

Hilmar Örn Hilmarsson
Staðgengill allsherjargoða er Jökull Tandri Ámundason

Aðrir goðar

Alda Vala Ásdísardóttir*
Anna Leif Auðar Elídóttir*
Árni Sverrisson*
Baldur Pálsson*
Elfar Logi Hannesson*
Eyvindur P. Eiríksson
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir*
Haukur Bragason*
Hilmar Örn Hilmarsson*
Jóhanna Harðardóttir*
Jónína K. Berg*
Jökull Tandri Ámundason*
Ragnar Elías Ólafsson*
Sigurður Mar Halldórsson*

* = Goðar með vígsluréttindi

Starfandi lögrétta

Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík – lögsögumaður
Jóhannes Levy – staðgengill lögsögumanns
Þorbjörg Elfa Hauksdóttir– ritari
Unnar Reynisson – gjaldkeri
Guðmundur Rúnar Svansson – meðstjórnandi

– – –
Hilmar Örn Hilmarsson – Allsherjargoði (á fast sæti sem slíkur)
Sigurður Mar Halldórsson – Svínfellingagoði (tilnefndur af goðahópi)

Ásdís Elvarsdóttir er varamaður í stjórn kjörin 2024 til eins árs.
Jökull Tandri er staðgengill Hilmars allsherjargoða.