UPPFÆRT 20/10 2020: Kynningarfundur vegna siðfestu mun verða haldinn eftir að núverandi takmörkunum verður aflétt, þ.e. eftir 3. nóvember. Nánari upplýsingar berast síðar.
Næsta vetur býður Ásatrúarfélagið að venju upp á fræðslu fyrir siðfestuathafnir (heiðna fermingu).
Kynningar- og skráningarfundur verður laugardaginn 24. október nk. að Síðumúla 15. Honum verður þrískipt í ljósi núverandi samkomutakmarkana og hámark 20 manns sitja hvern fund.
Fundirnir verða haldnir kl. 11, kl. 12 og kl. 13 og eru siðfestubörn og foreldrar/forráðamenn þeirra velkomin.
Skráning í sjálfa siðfræðsluna er þegar hafin og verður opin út desember. Skráð er í gegnum þetta form