Skip to main content
All Posts By

Ásatrúarfélagið

Allsherjarþing 2020

By Fréttir

Lögrétta hefur ákveðið að fresta Allsherjarþingi um óákveðinn tíma.

Samkvæmt lögum og starfsreglum Ásatrúarfélagsins skal það haldið fyrsta laugardag eftir fyrsta vetrardag, sem að þessu sinni er 31. október.

Af velþekktum ástæðum telur Lögrétta ekki verjandi að stefna heilsu félagsmanna í hættu með svo fjölmennum fundi, en mun tilkynna dagsetningu Allsherjarþings strax og aðstæður leyfa.

Fjallað er um boðun og framkvæmd Allsherjarþings í 5. og 25. grein laga og samþykkta félagsins, sem sjá má hér.

Hauststarfsemin komin í gang

By Fréttir

Tímarnir hafa sannarlega verið skrýtnir þetta árið.  COVID-19 hefur breytt daglegu lífi svo um munar og margt hversdagslegt hefur legið í dvala.  En nú birtir til þó svo skammdegið sé á næsta leyti!
Reglubundnir viðburðir á borð við leshópshitting, handverkskvöld og opið hús eru komnir aftur á dagskrá og má sjá viðburði á Facebook-síðu félagsins og handverkshópsins.

  • Opið hús sérhvern laugardag milli kl. 14-16
  • Leshópur sérhvern miðvikudag milli kl. 20-22
  • Handverkshópur hittist 3. þriðjudag hvers mánaðar. Þar að auki eru sérnámskeið haldin af og til. 

Vor Siður 2020

By Fréttir

Með því að smella hér er hægt er að panta útprentað eintak af ársriti Ásatrúarfélagsins 2020.
Einnig geta félagsmenn sótt blaðið á skrifstofu félagsins, í Síðumúla 15, sér að kostnaðarlausu.
Lágmarkskostnaður við sendingu er kr. 1500 en félagsmönnum býðst að velja hærri upphæðir og mun allur ágóði fara í hofssjóð.

PDF-útgáfa af blaðinu verður aðgengileg á nýrri heimasíðu Ásatrúarfélagsins von bráðar. 

?

Þorrablót 2020

By Fréttir

Þorrablót Ásatrúarfélagsins 2020 verður haldið í sal félagsins í Síðumúla 15 þann 24. janúar og hefst kl: 19:00 (húsið opnar kl: 18:00).
Þetta verður safnblót og eru gestir beðnir að koma með eitthvað á sameiginlegt hlaðborð.
Takmörkuð sæti í boði (45) og blóttollur er 1000 kr á sæti.
Skráning fer fram hér.

Jólablót 2019

By Fréttir

Jólablót Ásatrúarfélagsins verður að venju haldið á vetrarsólstöðum sem að þessu sinni falla á sunnudaginn 22. desember 2019.

Athöfn verður við hofið í Öskjuhlíðinni kl 18:00 og blótveisla hefst í SEM salnum Sléttuvegi 3 klukkan 19:00.
Gestir koma með eitthvað á sameiginlegt hlaðborð.
Börn og unglingar sérstaklega velkomin.
Blóttollur 1000 kr á mann. (Greiðist við inngang – posi á staðnum)
Hefðbundin dagskrá, krakkarnir kveikja á sólinni; Jólasveinn gefur börnum gjafir; Happdrætti; Skemmtiatriði og fleira.
Sráning er hafin hér – vinsamlegast takið fram hvað þið komið með á hlaðborðið.

Allsherjaþing

By Fréttir

Allsherjarþing 02. Nóv 2019

Allsherjarþing verður haldið laugardaginn
2. nóvember í húsnæði félagsins við Síðumúla.
Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf,
s.s. skýrsla stjórnar, kosning í Lögréttu (stjórnarkjör)
og lagabreytingar.
Tillögur að lagabreytingum verða auglýstar á vefmiðlum
félagsins; asatru.is, 6 vikum fyrir þing.
Þingið verður sett kl. 14:00.

Dísarblót 26. okt

By Fréttir

Dísarblót Ásatrúarfélagsins verður haldið laugardaginn 26. október í sal félagsins í Síðumúla 15, húsið opnar klukkan 19:00 og blótið verður sett 19:30.

Þetta er safnblót þar sem gestir eru beðnir að koma með eitthvað gómsætt á sameiginlegt hlaðborð.
Sætafjöldi er takmarkaður við 45 manns. 01/10/19 hafa 10 skráð sig. 
Skráning fer fram í þessu skjali og hægt er að skrá allt að 4 í einu en eftir það þarf að opna skjalið aftur.

Vinsamlegast tilgreinið ykkar framlag til hlaðborðsins.
Nú þegar er þetta komið:
3kg af hangikjöti
Grænar baunir
Rauðkál
1kg kofnfekt
Heimagert slátur
Grjónagrautur
Tortillakökur með osti og salsasósu
5 pakkar flatkökur og 2 stykki smjör

Skráning í siðfestu 2019

By Fréttir

Siðfesta 2019-2020 (Heiðin ferming)

Siðfræðslan okkar hefst með kynningarfundi laugardaginn 28. september. Fundurinn hefst kl 12:00 í húsnæði félagsins í Síðumúla 15, Reykjavík.
Allir velkomnir.

Siðfræðsla eru valkostur fyrir ungmenni sem og fullorðna sem vilja dýpka skilning sinn á heiðnum sið. Þar sem um einstaklingsathafnir er að ræða eru staður og stund ákveðin af siðfestubarni, foreldrum og goða hverju sinni.
Fræðsla vetrarins 2019-2020 fer fram í sal Ásatrúarfélagsins að Síðumúla 15. 
Farið er yfir megininntak og siðfræði heiðins siðar: Ábyrgð einstaklingsins á sjálfum sér; Heiðarleiki; Umburðarlyndi gagnvart trú og lífsskoðunum annarra; Virðing fyrir náttúrunni og öllu lífi. Einnig er fræðst um goðafræðina, heimsmyndina og helstu heiðin tákn, byggt á Eddukvæðum og Snorra-Eddu.

Í síðasta hefti félagsrits Ásatrúarfélagsins, Vor Siður, birtist grein um siðfestuna sem hægt er að nálgast hér. Greinin var skrifuð af Jóhönnu Kjalnesingagoða en hún hefur haldið utanum siðfestuna, námskeiðið í Síðumúlanum undanfarin ár. 
______________________________________________
Dagskrá vetrarins eftirfarandi:

28. sept: Kynning á siðfestu og fræðslunni
26. okt: (Fyrsti vetrardagur) heimspeki
Deseber: nemedur sækja blót að eigin vali
25. jan: Virðing
29. feb: (Hlaupársdagur) ábyrgð
29. mars: Viska og kynfræðsla
25. apríl: Samband okkar við náttúruna
30. maí: Hópefli við Mógilsá
 
Einnig má sækja fræðslu í til goða í héraði samkvæmt samkomulagi. 

Foreldrar og forráðamenn eru velkomin til að sitja námskeiðið með börnum sínum en gert er ráð fyrir því að þeir mæti í fyrsta tímann og í síðasta tímann sem fer fram í maí. 

Verð er 30.000kr innifalið er námskeið, hópefli og einstaklingsathöfn

Skráning á siðfestunámskeiðið er hafin og verður opin út desember: smellið HÉR