Skip to main content
All Posts By

Ásatrúarfélagið

Dagatal og hofsjóður

By Fréttir

Hægt að nálgast dagatal félagsins sem gildir út apríl 2020 hjá næsta goða eða skrifstofu okkar í Síðumúla 15.
Einnig geta félagsmenn fengið dagatalið sent heim og býðst um leið að styrkja hofsjóð en það er gert með því að fylla út þetta form.

Vor siður 2019

By Fréttir

Langþráð útgáfa Vors siðar er komin á netið!!

Með því að smella HÉR er hægt að flétta í gegnum það í rólegheitum 🙂

Sömuleiðis er dagatalið okkar tilbúið, það gildir út apríl 2020 enda hefst íslenska árið á Sumardeginum Fyrsta samkvæmt gamla tímatalinu.
Þeir sem vilja pannta dagatalið í heimsendingu og styrkja um leið söfnunarsjóð hofbyggingarinnar geta skráð sig HÉR 

Breytingatillaga við 5. gr laga Ásatrúarfélagsins

By Fréttir

Breytingatillaga við 5. gr laga  Ásatrúarfélagsins borin fram á Allsherjarþingi 2. Nóvember 2019:

5. grein
Allsherjarþing fer með æðsta vald í félaginu. Skal það sett á Þingvöllum á þórsdag í tíundu viku sumars ár hvert, en lögréttu er heimilt að fresta þingstörfum til fyrsta laugardags eftir fyrsta vetrardag. Allir félagar Ásatrúarfélagsins eiga rétt til setu á allsherjarþingi og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Atkvæðisréttur og kjörgengi miðast við 18 ára aldur.
Verkefni allsherjarþings skulu vera þessi:
1. Skýrsla lögréttu, borin upp til umræðu og staðfestingar.
2. Reikningar lagðir fram til umræðu og til staðfestingar.
3. Lagabreytingar og aðrar tillögur.
4. Kosið í lögréttu
5. Kosning skoðunarmanna reikninga, nefnda og í aðrar trúnaðarstöður.
6. Önnur mál.
 
Lagt er til að greini verði eftirfarandi eftir breytingu á fyrstu tveim setningunum í greininni:
 
VERÐI:
 
5. grein
Allsherjarþing fer með æðsta vald í félaginu. Skal það sett á Þingvöllum á sumarsólstöðum ár hvert, en lögréttu er heimilt að fresta þingstörfum til fyrsta laugardags eftir fyrsta vetrardag. Allir félagar Ásatrúarfélagsins eiga rétt til setu á allsherjarþingi og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Atkvæðisréttur og kjörgengi miðast við 18 ára aldur.
Verkefni allsherjarþings skulu vera þessi:
1. Skýrsla lögréttu, borin upp til umræðu og staðfestingar.
2. Reikningar lagðir fram til umræðu og til staðfestingar.
3. Lagabreytingar og aðrar tillögur.
4. Kosið í lögréttu
5. Kosning skoðunarmanna reikninga, nefnda og í aðrar trúnaðarstöður.
6. Önnur mál.
 
 
Jóhanna G. Harðardóttir

Velkomin á goðaspjall

By Fréttir

Goðaspjall – Hvað viltu vita um ásatrú?
Allir velkomnir, félagsmenn og aðrir.
Við ætlum að bjóða öllum sem hafa áhuga, spurningar eða vangaveltur um ásatrú að koma og hitta goðana okkar á opnum húsum í vetur.
Síðasti laugardagur í mánuði kl 14-16 verður tekinn frá til að svala forvitni þinni um ásatrú.
Kaffi á könnunni

Skráning í siðfestu 2019

By Fréttir

Siðfesta 2019-2020 (Heiðin ferming) Kynningarfundur

Siðfræðslan okkar hefst með kynningarfundi laugardaginn 28. september. Fundurinn hefst kl 12:00 í húsnæði félagsins í Síðumúla 15, Reykjavík.
Allir áhugasamir velkomnir.
Skráning er hafin og verður opin út desember: smellið HÉR

Allsherjarþing 02. Nóv 2019

By Fréttir

Allsherjarþing verður haldið laugardaginn
2. nóvember í húsnæði félagsins við Síðumúla.
Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf,
s.s. skýrsla stjórnar, kosning í Lögréttu (stjórnarkjör)
og lagabreytingar.
Tillögur að lagabreytingum verða auglýstar á vefmiðlum
félagsins; asatru.is, 6 vikum fyrir þing.
Þingið verður sett kl. 14:00.

Opinn Lögréttufundur

By Fréttir

Kæru félagar.
Næsta laugardag 16. mars klukkan 13:00-14:00 verður opinn stjórnarfundur í sal félagsins að Síðumúla 15.
Stjórn félagsins býður félagsmönnum að taka þátt í umræðum um sjálfboðaliðastarf í félaginu.

Í Ásatrúarfélaginu fer fram ýmiskonar starfsemi og oft vantar mannskap til að sinna mismunandi verkefnum svo sem umsjón með opnum húsum, skipulagningu fyrirlestra, skipulagningu blóta og skemmtinefnd (kölluð blótsnefnd) tölvuvinnsla, textasmíði, vinna við hofið og umhverfi þess og ótal margt fleira.
Margar ehndur vinna létt verk og við vinnum að því að útbúa lista yfir fólk sem er tilbúið að taka að sér sjálfboðastörf fyrir félagið.

Ef ef þú hefur áhuga bjóðum við þig velkominn á fundinn á laugardaginn en ef þú kemst ekki á hann en villt taka þátt máttu endilega senda okkur línu með nafni og tengiliðaupplýsingum á netfangið hjalp.asatru@gmail.com.

Jólablót 2018

By Fréttir

Jólablót Ásatrúarfélagsins fer fram við minnisvarða Sveinbjörns Beinteinssonar við hofið í Öskjuhlíðinni klukkan 18:00.
Að blóti loknu verður farið í Sal Flugvirkjafélags Íslands Borgartún 22, 105 Reykjavík þar sem matur hefst klukkan 19:00.
Miðaverð í matinn er 4000 kr fyrir 13 ára og eldri en börn greiða aðeins 500kr
Athugið að aðeins eru 80 sæti í boði.
Skráning fer fram á skrifstofu félagsins og í gegnum tölvupóst asatru@asatru.is

Ertu rétt skráð/ur í Þjóðskrá?

By Fréttir

Ert þú einn af þeim sem eru alltaf á leiðinni að skrá sig í Ásatrúarfélagið?

Samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá (1. nóvember) eru félagar í Ásatrúarfélaginu nú 4.365.
Það eru mjög margir sem halda að þeir séu skráðir eða ætluðu alltaf að skrá sig í félagið og nú er einfalt mál að gera það.
Skráning í Ásatrúiarfélagið fer fram í gegnum heimasíðu Þjóðskrár skra.is

Það er heldur engin ástæða til að bíða því eins og margir vita eru sóknargjöld til trú-og lífskoðunarfélaga greidd út samkvæmt fjölda meðlima 1. des árið á undan og nú er að koma að því. 

1) Smelltu HÉR og skráðu þig inn með því að nota Íslykil eða rafræn skilríki (hægt er að sækja um Íslykil á sömu síðu).

2) Veldu  „Breyta trú- og lífsskoðunarfélagi“.

3) Finndu „Breyting á skráningu“ og hakaðu í „Velja trú- og lífsskoðunarfélag“ og veldu svo „Ásatrúarfélagið“ úr listanum.

4) Smelltu svo á: „Senda tilkynningu“.