Skip to main content

Ný lögrétta

By október 30, 2011Fréttir

Á Allsherjarþingi í gær voru kosnir tveir nýir lögréttumenn, þeir Bjarki Karlsson og Hallur Guðmundsson, og tveir varamenn, þær Sigurlaug Lilja Jónasdóttir og Lenka KováÅ•ová. Á brott hurfu þau Óttar Ottósson og Lára Jóna Þorsteinsdóttir. Bjarki hafði áður gegnt stöðu varamanns, auk Lenku sem var endurkjörin.

Nýskipuð lögrétta hefur skipt með sér verkum og er skiptingin eftirfarandi*:

Hallur Guðmundsson – lögsögumaður
Böðvar Þórir Gunnarsson – staðgengill lögsögumanns
Bjarki Karlsson – ritari
Hulda Sif Ólafsdóttir – gjaldkeri
Halldór Bragason – meðstjórnandi
Sigurlaug Lilja Jónasdóttir – 1. varamaður
Lenka KováÅ•ová – 2. varamaður

Auk þess sitja í lögréttu Allsherjargoði, Hilmar Örn Hilmarsson, og staðgengill hans, Jóhanna G Harðardóttir.

*Uppfært eftir lögréttufund 10. nóvember, þar sem samþykkt frá 30. október var endurskoðuð.