Skip to main content

Skráning í siðfestu 2019

By september 24, 2019mars 30th, 2022Fréttir

Siðfesta 2019-2020 (Heiðin ferming)

Siðfræðslan okkar hefst með kynningarfundi laugardaginn 28. september. Fundurinn hefst kl 12:00 í húsnæði félagsins í Síðumúla 15, Reykjavík.
Allir velkomnir.

Siðfræðsla eru valkostur fyrir ungmenni sem og fullorðna sem vilja dýpka skilning sinn á heiðnum sið. Þar sem um einstaklingsathafnir er að ræða eru staður og stund ákveðin af siðfestubarni, foreldrum og goða hverju sinni.
Fræðsla vetrarins 2019-2020 fer fram í sal Ásatrúarfélagsins að Síðumúla 15. 
Farið er yfir megininntak og siðfræði heiðins siðar: Ábyrgð einstaklingsins á sjálfum sér; Heiðarleiki; Umburðarlyndi gagnvart trú og lífsskoðunum annarra; Virðing fyrir náttúrunni og öllu lífi. Einnig er fræðst um goðafræðina, heimsmyndina og helstu heiðin tákn, byggt á Eddukvæðum og Snorra-Eddu.

Í síðasta hefti félagsrits Ásatrúarfélagsins, Vor Siður, birtist grein um siðfestuna sem hægt er að nálgast hér. Greinin var skrifuð af Jóhönnu Kjalnesingagoða en hún hefur haldið utanum siðfestuna, námskeiðið í Síðumúlanum undanfarin ár. 
______________________________________________
Dagskrá vetrarins eftirfarandi:

28. sept: Kynning á siðfestu og fræðslunni
26. okt: (Fyrsti vetrardagur) heimspeki
Deseber: nemedur sækja blót að eigin vali
25. jan: Virðing
29. feb: (Hlaupársdagur) ábyrgð
29. mars: Viska og kynfræðsla
25. apríl: Samband okkar við náttúruna
30. maí: Hópefli við Mógilsá
 
Einnig má sækja fræðslu í til goða í héraði samkvæmt samkomulagi. 

Foreldrar og forráðamenn eru velkomin til að sitja námskeiðið með börnum sínum en gert er ráð fyrir því að þeir mæti í fyrsta tímann og í síðasta tímann sem fer fram í maí. 

Verð er 30.000kr innifalið er námskeið, hópefli og einstaklingsathöfn

Skráning á siðfestunámskeiðið er hafin og verður opin út desember: smellið HÉR