Skip to main content

Ertu rétt skráð/ur í Þjóðskrá?

By nóvember 16, 2018mars 30th, 2022Fréttir

Ert þú einn af þeim sem eru alltaf á leiðinni að skrá sig í Ásatrúarfélagið?

Samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá (1. nóvember) eru félagar í Ásatrúarfélaginu nú 4.365.
Það eru mjög margir sem halda að þeir séu skráðir eða ætluðu alltaf að skrá sig í félagið og nú er einfalt mál að gera það.
Skráning í Ásatrúiarfélagið fer fram í gegnum heimasíðu Þjóðskrár skra.is

Það er heldur engin ástæða til að bíða því eins og margir vita eru sóknargjöld til trú-og lífskoðunarfélaga greidd út samkvæmt fjölda meðlima 1. des árið á undan og nú er að koma að því. 

1) Smelltu HÉR og skráðu þig inn með því að nota Íslykil eða rafræn skilríki (hægt er að sækja um Íslykil á sömu síðu).

2) Veldu  „Breyta trú- og lífsskoðunarfélagi“.

3) Finndu „Breyting á skráningu“ og hakaðu í „Velja trú- og lífsskoðunarfélag“ og veldu svo „Ásatrúarfélagið“ úr listanum.

4) Smelltu svo á: „Senda tilkynningu“.