Nú fer jólahátíðin að nálgast og því ekki úr vegi að fara að huga að gjafahugmyndum. Á skrifstofu Ásatrúarfélagsins má m.a. nálgast til kaups bókina „Sólstafir, sagan um Frey og Gerði – Heiðin jólasaga fyrir börn á öllum aldri“. Höfundur er Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði, og bókin er myndskreytt teikningum eftir Almar S. Atlason.
Bókin kostar kr. 3500 og ágóði af sölu hennar rennur í hofsjóð.