Skip to main content

Vættablót 1. desember 2020

By desember 2, 2020mars 30th, 2022Fréttir

Landvættablót voru haldin í öllum landshlutum kl 18:00 þriðjudaginn 1. desember 2020.

Blót bergrisans var haldið á Suðurlandi af Hauki Bragasyni.
Blót griðungsins var haldið á Vesturlandi af Elfari Loga Hannessyni.
Blót arnarins var haldið á Norðurlandi af Sigurði Mar Halldórssyni.
Blót drekans var haldið á Austurlandi af Baldri Pálssyni.
Síðast en ekki síst var sameiningarblót haldið í Öskjuhlíð af Jóhönnu Harðardóttur.

Vegna fjöldatakmarkana voru blótin ekki auglýst og því engir blótgestir á staðnum eða blótveislur í kjölfarið svo blótin voru alls ekki með hefðbundum hætti og söknuðu goðar þess mikið.
Blótum á Vestfjörðum og úr Öskjuhlíð var streymt og eru þau á Facebook-síðunum ‘Vestfjarðagoðorð’ og ‘Hléseyjarblót’.

Sjá nánar á Fésbókarsíðu félagsins.