Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Goðafundur 12. nóvember 2007

Útdráttur úr fundargerð
Mættir eru Árni, Jóhanna og Jónína.


1. Jólablót

Umræður og skipulagning jólablóts. Blótið í Öskjuhlíð yrði um kl 17:00 á réttum tíma vetrarsólhvarfa og síðan í Mörkinni um kvöldið. Endurskipuleggja þarf ljósaathöfn barna, svo hún verði ekki of langdregin, Jónína hefur umsjón með því. Goðar skifta með sér verkum við blótshaldið. Árni mun fjalla um Jólni. Jóhanna mun líklega segja frá Frey og Gerði. Nýir kertastandar eru komnir til nota við athafnir og blót fyrir goða sem það vilja en útvega þarf kyndla, útikerti og eldivið v. jólablóts. Goðar mælast til að útvegað eða keypt verði létt, meðfætilegt eld- eða grillker en samt nógu stórt fyrir höfuðblót.


Önnur mál

A. Blótaðstaða.
Umræður um aðstöðu til athafna undir berum himni á lóð Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíðinni. Mælumst til að samband verði haft við hleðslumann svo að sem fyrst verði hægt að reisa eldstæði til notkunar við blót og aðrar athafnir þar. Strax sé þá hægt að nýta svæðið vegna athafna sem ekki nauðsynlega þurfa að vera undir þaki.

B. Heiti athafna.
Umræður um að í næsta Vorum sið þurfi að koma að smá grein varðandi heiti athafna á vegum Ásatrúarfélagsins, vegna umræðna og greinargerðar varðandi þessi heiti.

C. Fræðsla í skólum og víðar.
Umræður og áætlanir um að goðar útbúi sameiginlegan gagnagrunn vegna fræðslu um norræna goðafræði í skólum og víðar.

Fundarritari: Jónína K. Berg