Goðafundur 14. ágúst 2007
Útdráttur úr fundargerð:
1. Athafnir; heiti athafna á vegum Ásatrúarfélagsins
Tommi kom með greinargerð um heiti þeirra athafna sem goðar Ásatrúarfélagsins framkvæma. [Lesa greinargerð] Nokkur heiti sem er ekki verið að nota hafa ratað í bækur, en skiptar skoðanir eru um önnur heiti, svo sem siðfestu. Samþykkt var að beina umræðunni í næsta fréttabréf félagsins og á heimasíðuna. Félagsmenn gætu lumað á snjöllum hugmyndum að nýjum heitum í stað þeirra sem skiptar skoðanir eru um.
2. Fundartími goðafunda
Rætt um gildi funda þessara og hvaða tímasetningar hentuðu sem flestum. Ákveðið var að framvegis yrðu goðafundirnir haldnir fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði kl 20:00 í Síðumúla.
3.Útgáfumál
Umræður voru vítt og breitt um útgáfumál félagsins, sem allir eru sammála um að séu mjög jákvæð.
Rætt um aðstöðu, muni, búnað og þann tíma sem starfandi goðar leggja fram, félaginu og öðrum að kostnaðarlausu. Goðar hafa verið að taka á sig kostnað persónulega vegna embættisskyldna.
Fundarritari: Jónína K. Berg
