Skip to main content

Goðafundur 14. mars 2009

Vinnufundur. Mætt klukkan 9:00 í Síðumúla. – Árni, Jónína og Jóhanna. Hilmar fastur í ófærð á Hellisheiði.

Fyrst rætt aðeins um útgáfumál almennt og þá sérstaklega bæklinginn sem tilbúinn var af hálfu goða í september og sendur til yfirlestrar. Hann er enn í yfirlestri hálfu ári síðar. Ástæða til að reka á eftir honum. Síðan var gengið til verks og samdir textar í bæklinga vegna nafngjafar, siðfestuathafna, hjónavigslu og útfarar. Jóhönnu falið að vinna textana á tölvu og senda hinum goðunum þá til yfirlestar.

Fundi slitið rúmlega 13:00