Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Goðafundur 16. júlí 2007

Síðumúla 15
Útdráttur úr fundargerð


1. Innsend tillaga að táknmynd fyrir hof, til notkunar á þjónustu- og upplýsingaskiltum

Skoðuðum hugmyndir Gauju að táknum fyrir hof. Ræddum að mjög þarft væri að útbúa merki fyrir heiðin hof og jafnvel fyrir þekkta hofsstaði víða um land.


2. Nöfn heiðinna athafna, svo sem siðfesta

Félagsmenn hafa ekki allir verið ánægðir með heiti athafna Ásatrúarfélagsins, t.d. siðfestu. Tommi greinir frá að auk þess hafa heiti yfir fleiri athafnir Ásatrúarfélagsins, sem notuð voru á tímabili, ratað inn í bækur og fræðirit. Kveðst Tommi geta aflað heimilda varðandi þessi mál og mælir með að opna almenna umræðu um þessi heiti og að einhver lumi jafnvel á snilldarhugmynd að betra heiti að siðfestuathöfninni. Fundurinn frestar því nánari umfjöllun um málið fram að ágústfundi eða septemberfundi.
 

3. Vinnuframlag goða

Umræður um vinnuframlag goða almennt, tíma og kostnað, beinan og óbeinan, sem goðastarfinu fylgir. Einnig liggur kostnaður í klæðnaði og ýmsum munum. Umræður um mikilvægi þess að allsherjargoði fái laun fyrir sitt starf.


Önnur mál:

a. Goðorð
Tommi greinir frá að hann og Garðar séu að safna saman heimildum af öllu landinu um mörk sýslna, sókna og hreppa áður fyrr og bera það síðan saman við Landnámu og fleiri heimildir til að afla sem nákvæmastrar vitneskju varðandi mörk goðorðanna til forna. Ekki sé að finna nógu nákvæmar heimildir í bókum Lúðvíks Ingvarssonar; Goðorð og goðorðsmenn, nema um afmörkuð svæði landsins. Árni býðst til að vinna að þessu með þeim.

b. Hof
Umræður um væntanlegt hof Ásatrúarfélagsins og að félagsmenn séu virkilega langeygir eftir að sjá hreyfingu á hofbyggingarmálum. Rætt um að goðar og hinn almenni félagsmaður ættu að hafa eitthvað um það að segja hvernig hofið muni vera útlits, utan sem innan, og vel þurfi síðan að kynna áætlanir varðandi það.

Fundarritari: Jónína K. Berg