Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Goðafundur 2. apríl 2009

Mætt: Hilmar Örn, Jóhanna og Jónína. Árni boðaði forföll.

Byrjað var á að ræða lítillega um texta í bæklingunum sem unnir voru á síðasta fundi og smávægilegar breytingar ræddar. Hilmar mun bæta við kafla úr útfararbæklingnum í bækling um sama efni á okkar vegum. Óttar ætlar að leggja áherslu á að ljúka bæklingi fyrir félagið sjálft strax. Ákveðið um viðveru goða á næstu opnu húsum í Síðumúla og skilin eftir skilaboð handa Agli um það. Rætt um aðstoð við félagsmenn sem eru í vanda vegna kreppunnar og hvernig sé hægt að veita þeim sem eiga um sárt að binda hjálp sem að gagni kemur. Hingað til hefur engin formleg beiðni borist félaginu en goðar vita þegar um nokkra aðila sem þyrftu á aðstoð að halda. Rætt um nauðsyn þess að safna saman upplýsingum um hvert fólk geti leitað í neyð. Halldór gjaldkeri athugar með matarkort í Bónus. Lögréttu og goðum mun vonandi bjóðast kynning fljótlega af hálfu félagsráðgjafa sem sérhæfir sig í slíku. Að síðustu var rætt um aðstöðuna á opnu húsi. Ekki hefur verið til meðlæti með kaffinu undanfarið og goðar sjálfir reddað því á sinn kostnað og á síðustu stundu. Þessu þarf að koma á hreint sem fyrst. Fleira ekki rætt og fundi slitið.