Skip to main content

Goðafundur 2. febrúar 2007

Fundur settur kl 18:10

1. Áætlun um næstu goðafundi

Ákveðið var að næsti fundur yrði haldinn þann 3. mars á undan lögréttufundi og að þar næsti goðafundur yrði haldinn í Hlésey hjá Kjalnesingagoða í byrjun apríl.

2. Áætlað hvenær ársins hver goði muni standa fyrir blótum

Baldur áætlar að halda blót sumardaginn fyrsta þann 19. apríl á Austurlandi.
Jóhanna heldur blót 19. maí á Mógilsá.
Eyvindur áætlar blót í júní eða júlí á Vestfjörðum og Jóhanna mun halda blót að Hlésey í Hvalfirði seinnipart sumars.
Jónína verður með blót á Vesturlandi um haustjafndægur þann 22. september.

3. Verkaskipting goða vegna athafna

Vegna mikillar aukningar í fjölda athafna, sérstaklega hjónavígslna yfir sumartímann munu þeir goðar sem nýlega hafa fengið vígsluréttindi taka að sér fleiri hjónavígslur næsta sumar, skipulag varðandi þetta verður gert á næstunni.

Einnig verður gerður listi sem liggja mun frammi í Síðumúla um þær athafnir sem hver goði er tilbúinn að taka að sér.

4. Fyrirspurn frá laganefnd varðandi fyrirkomulag við Þingvallablót og varðandi gjaldtöku vegna athafna

Jónína leggur til að aftur verði tekin upp sú venja að taka fyrir og afgreiða eina ályktun eða eitt mál sem samstaða er um, á blótum á Þingvöllum.

Munum kanna fyrirkomulag hjá öðrum trúfélögum og fá nánari upplýsingar frá Hagstofunni varðandi gjaldtöku fyrir athafnir. Leggjum áherslu á að félagið starfi á landsvísu og stuðlað sé að jafnræði, hvar á landinu sem halda þarf athöfn og leggjum til að félagið standi straum af hluta kostnaðar við athafnir og ferðir goða.

5. Kynningarmál vegna siðfestu

Umræður um að félagið þurfi að minna á siðfestuathafnir og þá fræðslu sem því tilheyrir. Goðar leggja til að stjórn auglýsi skráningu til siðfestu í fjölmiðlum á næstunni og að tilkynningin birtist einnig á vefsíðu félagsins (það mætti koma fram í auglýsingunni). Jóhanna leggur til að á Þingvallablótinu fari þau sem það velja í gegnum siðfestuna.

Önnur mál

Umræður um áhrif áfalla af ýmsum orsökum svo sem vegna slysa og dauðsfalla. Baldur lagði fram samantekt og lesefni varðandi þessi mál.

Fundarritari Jónína K. Berg