Goðafundur 5. september 2007
Útdráttur úr fundargerð. Mættir: Jónína, Árni, Tómas, Hilmar.
1. Umgjörð blóta og athafna
Umræður um umgjörð blóta og annarra athafna á vegum Ásatrúarfélagsins. Árni hefur fengið tilboð í gerð kertastanda hjá járnsmið, 72 stk., u.þ.b. kr 300 pr stk. með vinnu.
2. Útgáfumál
Umræður um útgáfu félagsins á tækifæriskortum og að vanda þurfi vel til, að betra væri að gefa út fá kort og þá vönduð.
Önnur mál
Umræður um hvaða hag félagsmenn hafa almennt af því að vera í Ásatrúarfélaginu. Að taka þátt í höfuðblótum félagsins hefur töluverðan kostnað í för með sér og ekki á allra færi að taka þátt vegna þessa. Auk þess þarf félagsmaður að greiða gjald vegna athafna, svo sem hjónavígslna.
Fundarritari: Jónína K. Berg
