Lögrétta 11. desember 2014
Hallur, Hilmar, Kári, Jóhanna, Alda Vala, Lenka, Bergrós og Urður á SKYPE
1. Fastur fundartími Lögréttu. Erfitt að finna tíma sem öllum hentar, engin niðurstaða og málinu skotið til 2. umræðu á næsta fundi.
2. Jólablót. Jóhanna greindi frá stöðu fyrir jólablót, en þar er undirbúningi blótnefndar lokið. Verkum skipt milli manna og skráð af JH, verkefnalisti sendur á alla þá sem eiga hlut að máli. Urður greindi frá væntanlegu blóti við torgið á Akureyri, kaffi og smákökur í boði og Jóhanna greindi frá blóti í hofinu á Efra Ási en þar greiðir fél. aksturskostnað goða.
3. Kaffivélin. Kaffivélin dáin og Kára falið að fá gott tilboð frá móður sinni, síðan kannað víðar og keypt vél sem fyrst.
4. Þorrablót. Jóhanna sagði frá undirbúningi blótnefndar varðandi þorrablót.
5. Hilmar sagði frá þróun byggingarmála hofsins. Hilmar lýsti einnig ángæju sinni með vinnu Kristins verkfræðings sem er mjög áhugasamur og vinnur vel.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19
Ritun. Jóhanna