Stjórnarfundur 14. nóvember 2007
Fundur settur kl. 18:09.
1. Laun allsherjargoða
Samþykkt var á allsherjarþingi að greiða allsherjargoða laun (en ekki öðrum). Rætt um upphæðir, m.a. með hliðsjón af lágmarkslaunum í þjóðfélaginu. Ólafur stingur upp á hálfum lágmarkslaunum ASÍ. Rún nefnir lágmarkslaun VR og að miða megi við 25-30% þeirra. Upphæðin er 125.000 kr./mán. Niðurstaða: 40% af 125.000 kr./mán.; þ.a.l. 50.000 kr./mán. Greitt verði eftirá; í fyrsta sinn 1. desember fyrir nóvember. Rún hefur samráð við endurskoðanda félagins, Guðmund Hannesson, varðandi framkvæmd og lagaleg atriði. Ólafur spyr, hvort eingreiðsla til allsherjargoða vegna kostnaðar hans við embættisstörf hans hingað til eigi rétt á sér. Goðar eiga ógreidda ferðareikninga vegna athafna gegnum tíðina. Þeir snúi sér til Rúnar, sem greiðir þeim kostnaðinn. Rætt um kostnað við athafnir á grundvelli félagsaðildar; þ.e. hærra gjald fyrir utanfélagsfólk. Tillögur um laun allsherjargoða og eingreiðslu til hans samþykkt einhljóða. Öll þessi mál verða lögð fyrir lögréttu til samþykktar.
2. Jólablót og annað starf framundan.
Egill verður fjarri góðu gamni á jólablóti. Í blótnefnd sitja Árni Einarsson, Þorvaldur Þorvaldsson og Steingrímur Guðjónsson. Alda Vala, Ólafur og að hluta til Rún annast undirbúning og framkvæmd ásamt blótnefnd.
3. Önnur mál
Erindi hefur borizt frá Guttormi hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur vegna greftrunarsiða. Hann vantar merki félagsins (sem Egill hefur tiltækt) og ítarefni.
Rætt um skipurit félagsins, sem er að mestu frágengið.
Lögréttufundur verður 28.11.2007 kl. 17:30.
Fundi slitið kl. 19:28.
Fundarritari: Óttar Ottósson.