Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Fréttir

17. mars

Vorjafndægrablót á Vesturlandi

Haldið verður vorjafndægrablót á Vesturlandi sunnudaginn 19. mars kl 16:00 í Einkunnum sem er fólkvangur og útivistarsvæði skammt ofan Borgarness.
Blótið verður helgað vönum og vættum vorsins og goðmögnum gróandans. Lyftum horni og fögnum lengri sólargangi og komandi vori! Allir velkomnir.
Til Einkunna liggur 3,5 km vegur af þjóðvegi nr 1 við hesthúsahverfið aðeins fyrir ofan Borgarnes. Upplýsingar hjá Jónínu K. Berg Þórsnessgoða í 865-2581
7. mars

Þórey Mjallhvít kynnir Ormhildarsögu


Fyrirlestur um Ormhildarsögu verður laugardaginn 11. mars kl. 14:30 í Síðumúla 15. Höfundur bókarinnar, Þórey Mjallhvít, mun kynna bók sína sem er myndasaga fyrir unglinga jafnt sem fullorðna byggð á íslenskum þjóðsöguheimi. Sagan gerist í heimsendaframtíð þegar jöklarnir hafa bráðnað og þjóðsagnakvikindi ráða ríkjum.
Þórey kemur til að kynna bókina, en einnig mun fyrirlesturinn fjalla um siðferðislegar spurningar bókarinnar.
2. mars

Opinn lögréttufundur


Opinn lögréttufundur verður laugardaginn 4. mars kl. 14:00. Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt. Kaffi og meðlæti á boðstólum. Allir velkomnir.
14. febrúar

Áttavísan og hlutföll í hofi ásatrúarmanna


Fyrirlestur um hofið verður haldinn laugardaginn 18. febrúar kl. 14:30 í Síðumúla 15. Magnús Jensson arkitekt rekur þann hluta hönnunarferlisins sem lýtur að helgidómi hofsins. Kaffi og meðlæti á boðstólum. Hvetjum alla til að fjölmenna!
31. janúar

Ár og kýr - myndlistasýning

  
Opnun myndlistarsýningarinnar Ár og kýr verður fimmtudaginn 2. febrúar kl. 17:00 í Síðumúla 15.  Myndlistarmaðurinn og kúabóndinn Jón Eiríksson á Búrfelli málaði eina vatnslitamynd af kúm hvern dag árið 2003.  Verkin hafa aldrei verið sýnd áður, en þau fylgja árstíðum í náttúru Íslands og vitna um húmor og sterka ást á landinu.
Einnig verður bókin Ár og kýr með öllum 365 kúamyndum Jóns til sölu á skrifstofu félagsins.
Allir velkomnir.
30. janúar

Hve hár var hinn hávi?


Laugardaginn 4. febrúar kl. 14:30, mun Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands flytja fyrirlesturinn Hve hár var hinn hávi? Staða Óðins í íslensku samfélagi fyrir kristnitöku. Fyrirlesturinn byggir á hugmyndum Gabriels Turville-Petre og annara, og styrkir þær kenningar, að þrátt fyrir það hlutverk sem Snorri fær Óðni í verkum á borð við Snorra-Eddu og Ynglingasögu, þá hafi guðinn Óðinn verið tiltölulega óþekktur á Íslandi fyrir kristnitöku (utan skáldastéttar).
24. janúar

Bara húsmóðir? Rýnt í bækur kvenna frá fyrri tíð.


Guðrún Ingólfsdóttir
sem er sjálfstætt starfandi fræðimaður við Stofnun Árna Magnússonar mun halda fyrirlestur í Síðumúla 15, laugardaginn 28. janúar kl. 14:30.
Íslenskar konur áttu ekki kost á skólagöngu fyrr en seint á 19. öld og opinber embætti stóðu þeim ekki til boða. Þær urðu annaðhvort húsmæður eða vinnukonur. Til að varpa ljósi á eitt meginhlutverk kvenna á fyrri tíð verður kafað ofan í bók úr eigu eyfirskrar húsmóður á 18. öld.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Ásatrúarfélagið

Gildi
Ásatrú eða heiðinn siður byggist á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir fornum menningararfi og náttúrunni. Eitt megininntak siðarins er að hver maður sé ábyrgur fyrir sjálfum sér og gerðum sínum.
Stofnað
1972 (löggilt 1973)
Félagar
3.462 (október 2016)
Skráning í félagið
Allsherjargoði
Hilmar Örn Hilmarsson (v)
Aðrir goðar
Jóhanna Harðardóttir (v),
     staðgengill allsherjargoða
Alda Vala Ásdísardóttir (v)
Árni Sverrisson (v)
Baldur Pálsson (v)
Haukur Bragason (v)
Jónína K. Berg (v)
Ragnar Elías Ólafsson (v)
Sigurður Mar Halldórsson (v)
Tómas V. Albertsson (v)
Eyvindur P. Eiríksson

v=með vígsluréttindi [Um goða]
Lögsögumaður
Sigurlaug Lilja Jónasdóttir
formaður Lögréttu, stjórnar félagsins
Skrifstofa
Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
Opið virka daga frá 13:30 – 16:00.
Fréttabréf

Framundan

Á morgun kl. 20:00

Leshópurinn hittist á miðvikudagskvöldum

Leshópurinn hittist á hverju miðvikudagskvöldi kl. 20:00 í vetur, nema annað verði auglýst. Seinni hluti Völuspár verður á dagskrá og mun Hilmar Örn allsherjargoði áfram leiða hópinn á sinn hlýja og hæverska hátt. Alltaf heitt á könnunni og eitthvað gott með.
Allir velkomnir, félagsmenn sem aðrir.
Laugardag 1. apríl kl. 14:00

Opið hús

​Opið hús er alla laugardaga milli 14:00 og 16:00. Kaffi, veitingar og spjall. Allir velkomnir.
Óðinsdag 5. apríl kl. 20:00

Leshópurinn hittist á miðvikudagskvöldum

Leshópurinn hittist á hverju miðvikudagskvöldi kl. 20:00 í vetur, nema annað verði auglýst. Seinni hluti Völuspár verður á dagskrá og mun Hilmar Örn allsherjargoði áfram leiða hópinn á sinn hlýja og hæverska hátt. Alltaf heitt á könnunni og eitthvað gott með.
Allir velkomnir, félagsmenn sem aðrir.
Laugardag 8. apríl kl. 14:00

Opið hús

​Opið hús er alla laugardaga milli 14:00 og 16:00. Kaffi, veitingar og spjall. Allir velkomnir.
Sunnudag 9. apríl kl. 14:00

Barnagaman Ásatrúarfélagsins

Barnagaman félagsins er alltaf annan sunnudag í mánuði yfir vetrartímann.  Þessa sunnudaga mun alltaf eitthvað sérstakt vera á döfinni fyrir börnin og það auglýst á Facebook fyrir hvert skipti. Umsjónarmenn eru þau Svandís Leósdóttir og Jóhann Waage. Allar nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðunni Barnagaman Ásatrúarfélagsins.
Óðinsdag 12. apríl kl. 20:00

Leshópurinn hittist á miðvikudagskvöldum

Leshópurinn hittist á hverju miðvikudagskvöldi kl. 20:00 í vetur, nema annað verði auglýst. Seinni hluti Völuspár verður á dagskrá og mun Hilmar Örn allsherjargoði áfram leiða hópinn á sinn hlýja og hæverska hátt. Alltaf heitt á könnunni og eitthvað gott með.
Allir velkomnir, félagsmenn sem aðrir.
Laugardag 15. apríl kl. 14:00

Opið hús

​Opið hús er alla laugardaga milli 14:00 og 16:00. Kaffi, veitingar og spjall. Allir velkomnir.
Týsdag 18. apríl kl. 20:00

Handverkskvöld

Handverkskvöldin eru hugsuð fyrir þá sem hafa áhuga á ýmiskonar handverki. Hver og einn getur komið með þá handavinnu með sér sem verið er að vinna þá stundina. Markmiðið er að eiga ánægjulega kvöldstund saman, kenna hvert öðru og jafnframt að fá fagaðila öðru hverju til að vera með kennslu, leiðbeiningar eða erindi þessi kvöld. Heitt er á könnunni, meðlæti á boðstólum og allir félagsmenn eru velkomnir.
Óðinsdag 26. apríl kl. 20:00

Leshópurinn hittist á miðvikudagskvöldum

Leshópurinn hittist á hverju miðvikudagskvöldi kl. 20:00 í vetur, nema annað verði auglýst. Seinni hluti Völuspár verður á dagskrá og mun Hilmar Örn allsherjargoði áfram leiða hópinn á sinn hlýja og hæverska hátt. Alltaf heitt á könnunni og eitthvað gott með.
Allir velkomnir, félagsmenn sem aðrir.
Laugardag 29. apríl kl. 14:00

Opið hús

​Opið hús er alla laugardaga milli 14:00 og 16:00. Kaffi, veitingar og spjall. Allir velkomnir.
Sunnudag 14. maí kl. 14:00

Barnagaman Ásatrúarfélagsins

Barnagaman félagsins er alltaf annan sunnudag í mánuði yfir vetrartímann.  Þessa sunnudaga mun alltaf eitthvað sérstakt vera á döfinni fyrir börnin og það auglýst á Facebook fyrir hvert skipti. Umsjónarmenn eru þau Svandís Leósdóttir og Jóhann Waage. Allar nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðunni Barnagaman Ásatrúarfélagsins.
Týsdag 16. maí kl. 20:00

Handverkskvöld

Handverkskvöldin eru hugsuð fyrir þá sem hafa áhuga á ýmiskonar handverki. Hver og einn getur komið með þá handavinnu með sér sem verið er að vinna þá stundina. Markmiðið er að eiga ánægjulega kvöldstund saman, kenna hvert öðru og jafnframt að fá fagaðila öðru hverju til að vera með kennslu, leiðbeiningar eða erindi þessi kvöld. Heitt er á könnunni, meðlæti á boðstólum og allir félagsmenn eru velkomnir.
Ásatrúarfélagið    Síðumúla 15, 108 Reykjavík    Sími: 5618633    Pósthólf: 8668, 128 Reykjavík    Netfang: asatru@asatru.is