Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Fréttir

2. ágúst

Skrifstofan opin eftir sumarfrí


Skrifstofan opin eftir sumarleyfi frá 13:30 til 16:00, virka daga. Alltaf heitt á könnunni!
28. júlí

Njarðarblót í Hveragerði 30. júlí


Árlegt Njarðarblót í Suðurlandsgoðorði verður haldið á Fossflöt í Hveragerði sunnudaginn 30. júlí kl. 13:00. Gengið er inn í lystigarðinn á horni Breiðamerkur og Skólamerkur. Eftir athöfn eru blótsgestir boðnir í kaffi og með því á veitingastaðnum Varmá. Haukur Bragason helgar blótið.
14. júlí

Gróðurblót í Baldurslundi í Heiðmörk sunnudaginn 16. júlí


Gróðurblót í Baldurslundi í Heiðmörk verður haldið sunnudaginn 16. júlí nk. Að venju komum við saman og gróðursetjum í reit Ásatrúarfélagsins við Þingnes í Heiðmörk.
Áhugasamir félagar hafa á umliðnum árum komið saman og gróðursett í reit félagsins undir styrkri stjórn Egils Baldurssonar og við erum farin að sjá árangur erfiðisins.
Þingnes við Elliðavatn var fyrsti helgistaður Íslands og þar helgaði Þorsteinn Ingólfsson, fyrsti allsherjargoðinn,  þing á þessum fagra stað.
Mæting verður kl. 15 og í framhaldi af gróðursetningu munum við eiga góða stund með helgihaldi, kveðskap, tónlist, mat og drykk.
Við fáum góða gesti í heimsókn og stemmingin verður einstök sem endranær.
30. júní

Skrifstofan lokuð í júlí

     
Skrifstofa Ásatrúarfélagsins verður lokuð í júlí. Opnum aftur 1. ágúst. Opnu húsin á laugardögum verða á sínum stað frá kl. 14:00 - 16:00 eins og áður. Alltaf er hægt að ná í goðana en upplýsingar um þá má finna á heimasíðunni asatru.is.

Gróðurblót verður haldið við Þingnes þann 16. júlí á reitnum okkar í Heiðmörk. Nánar auglýst síðar.
14. júní

Þingblót á Þingvöllum 22. júní


Þingblót verður haldið fimmtudaginn 22. júní 2017. Blótið verður helgað stundvíslega  kl. 20:00 við Lögberg. Eftir helgistundina verður gengið niður að tjaldborg á Völlunum þar sem blótveislan fer fram. Grill verða á staðnum, pylsur handa börnum og ýmislegt sér til gamans gert. Allir velkomnir.
9. maí

Íslenskar rúnir og rúnalæsi á Íslandi


Síðasta fyrirlesturinn í vetur heldur Teresa Dröfn Njarðvík, doktorsnemi, en hún mun fjalla um íslenskar rúnir og rúnalæsi á Íslandi. Fyrirlesturinn fer fram laugardaginn 13. maí n.k. í Síðumúla 15, kl. 14:30. Fyrirlesturinn er öllum opinn, að venju.

Notkun rúnaleturs virðist í hugum flestra Íslendinga einskorðast við ristur með eldri eða yngri fúþark-stafrófi á minningar-steinum eða rúnasteinum í Skandinavíu, sem reistir eru í minningu einhvers, eða þá við galdratákn og kukl í íslenskum handritum.
26. apríl

Ömmurnar


Sýning Önnu Leifar Elídóttur, Ömmurnar verður opnuð í salnum í Síðumúla 15, laugardaginn 6. maí á opna húsinu, kl. 14:30 til 16:30. Léttar veitingar verða í boði.
Ömmurnar eru myndverk sem Anna Leif málaði af nokkrum formæðrum sínum sem fæddar voru á tímabilinu 1874-1923.
Anna Leif lauk BA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2005, diplóma til kennsluréttinda á grunn- og framhaldsskólastigi þaðan og árið 2007 námi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.

Ásatrúarfélagið

Gildi
Ásatrú eða heiðinn siður byggist á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir fornum menningararfi og náttúrunni. Eitt megininntak siðarins er að hver maður sé ábyrgur fyrir sjálfum sér og gerðum sínum.
Stofnað
1972 (löggilt 1973)
Félagar
3.462 (október 2016)
Skráning í félagið
Allsherjargoði
Hilmar Örn Hilmarsson (v)
Aðrir goðar
Jóhanna Harðardóttir (v),
     staðgengill allsherjargoða
Alda Vala Ásdísardóttir (v)
Árni Sverrisson (v)
Baldur Pálsson (v)
Haukur Bragason (v)
Jónína K. Berg (v)
Ragnar Elías Ólafsson (v)
Sigurður Mar Halldórsson (v)
Tómas V. Albertsson (v)
Eyvindur P. Eiríksson

v=með vígsluréttindi [Um goða]
Lögsögumaður
Sigurlaug Lilja Jónasdóttir
formaður Lögréttu, stjórnar félagsins
Skrifstofa
Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
Opið virka daga frá 13:30 – 16:00.
Fréttabréf

Framundan

Á morgun kl. 20:00

Leshópurinn hittist á miðvikudagskvöldum

Leshópurinn hittist ekki yfir sumartímann. Byrjum aftur að hausti, nánar auglýst síðar.

Leshópurinn hittist á hverju miðvikudagskvöldi kl. 20:00 í vetur, nema annað verði auglýst. Seinni hluti Völuspár verður á dagskrá og mun Hilmar Örn allsherjargoði áfram leiða hópinn á sinn hlýja og hæverska hátt. Alltaf heitt á könnunni og eitthvað gott með.
Allir velkomnir, félagsmenn sem aðrir.
Laugardag 26. ágúst kl. 14:00

Opið hús

​Opið hús er alla laugardaga milli 14:00 og 16:00. Kaffi, veitingar og spjall. Allir velkomnir.
Óðinsdag 30. ágúst kl. 20:00

Leshópurinn hittist á miðvikudagskvöldum

Leshópurinn hittist ekki yfir sumartímann. Byrjum aftur að hausti, nánar auglýst síðar.

Leshópurinn hittist á hverju miðvikudagskvöldi kl. 20:00 í vetur, nema annað verði auglýst. Seinni hluti Völuspár verður á dagskrá og mun Hilmar Örn allsherjargoði áfram leiða hópinn á sinn hlýja og hæverska hátt. Alltaf heitt á könnunni og eitthvað gott með.
Allir velkomnir, félagsmenn sem aðrir.
Laugardag 2. september kl. 14:00

Opið hús

​Opið hús er alla laugardaga milli 14:00 og 16:00. Kaffi, veitingar og spjall. Allir velkomnir.
Óðinsdag 6. september kl. 20:00

Leshópurinn hittist á miðvikudagskvöldum

Leshópurinn hittist ekki yfir sumartímann. Byrjum aftur að hausti, nánar auglýst síðar.

Leshópurinn hittist á hverju miðvikudagskvöldi kl. 20:00 í vetur, nema annað verði auglýst. Seinni hluti Völuspár verður á dagskrá og mun Hilmar Örn allsherjargoði áfram leiða hópinn á sinn hlýja og hæverska hátt. Alltaf heitt á könnunni og eitthvað gott með.
Allir velkomnir, félagsmenn sem aðrir.
Laugardag 9. september kl. 14:00

Opið hús

​Opið hús er alla laugardaga milli 14:00 og 16:00. Kaffi, veitingar og spjall. Allir velkomnir.
Sunnudag 10. september kl. 14:00

Barnagaman Ásatrúarfélagsins

Barnagaman félagsins er alltaf annan sunnudag í mánuði yfir vetrartímann.  Þessa sunnudaga mun alltaf eitthvað sérstakt vera á döfinni fyrir börnin og það auglýst á Facebook fyrir hvert skipti. Umsjónarmenn eru þau Svandís Leósdóttir og Jóhann Waage. Allar nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðunni Barnagaman Ásatrúarfélagsins.
Óðinsdag 20. september kl. 20:00

Leshópurinn hittist á miðvikudagskvöldum

Leshópurinn hittist ekki yfir sumartímann. Byrjum aftur að hausti, nánar auglýst síðar.

Leshópurinn hittist á hverju miðvikudagskvöldi kl. 20:00 í vetur, nema annað verði auglýst. Seinni hluti Völuspár verður á dagskrá og mun Hilmar Örn allsherjargoði áfram leiða hópinn á sinn hlýja og hæverska hátt. Alltaf heitt á könnunni og eitthvað gott með.
Allir velkomnir, félagsmenn sem aðrir.
Laugardag 23. september kl. 14:00

Opið hús

​Opið hús er alla laugardaga milli 14:00 og 16:00. Kaffi, veitingar og spjall. Allir velkomnir.
Týsdag 19. september kl. 20:00

Handverkskvöld

Handverkshópurinn hittist ekki yfir sumartímann. Byrjum aftur að hausti, nánar auglýst síðar.

Handverkskvöldin eru hugsuð fyrir þá sem hafa áhuga á ýmiskonar handverki. Hver og einn getur komið með þá handavinnu með sér sem verið er að vinna þá stundina. Markmiðið er að eiga ánægjulega kvöldstund saman, kenna hvert öðru og jafnframt að fá fagaðila öðru hverju til að vera með kennslu, leiðbeiningar eða erindi þessi kvöld. Heitt er á könnunni, meðlæti á boðstólum og allir félagsmenn eru velkomnir.
Sunnudag 8. október kl. 14:00

Barnagaman Ásatrúarfélagsins

Barnagaman félagsins er alltaf annan sunnudag í mánuði yfir vetrartímann.  Þessa sunnudaga mun alltaf eitthvað sérstakt vera á döfinni fyrir börnin og það auglýst á Facebook fyrir hvert skipti. Umsjónarmenn eru þau Svandís Leósdóttir og Jóhann Waage. Allar nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðunni Barnagaman Ásatrúarfélagsins.
Týsdag 17. október kl. 20:00

Handverkskvöld

Handverkshópurinn hittist ekki yfir sumartímann. Byrjum aftur að hausti, nánar auglýst síðar.

Handverkskvöldin eru hugsuð fyrir þá sem hafa áhuga á ýmiskonar handverki. Hver og einn getur komið með þá handavinnu með sér sem verið er að vinna þá stundina. Markmiðið er að eiga ánægjulega kvöldstund saman, kenna hvert öðru og jafnframt að fá fagaðila öðru hverju til að vera með kennslu, leiðbeiningar eða erindi þessi kvöld. Heitt er á könnunni, meðlæti á boðstólum og allir félagsmenn eru velkomnir.
Ásatrúarfélagið    Síðumúla 15, 108 Reykjavík    Sími: 5618633    Pósthólf: 8668, 128 Reykjavík    Netfang: asatru@asatru.is