Ásatrúarfélagið býður upp á siðfræðslunámskeið síðasta laugardag í hverjum mánuði yfir vetrartímann. Þar leiðbeina Hilmar Örn Hilmarsson Allsherjagoði og Jóhanna Harðardóttir Kjalnesingagoði þeim sem hafa áhuga á að dýpka skilning sinn á heiðnum sið.
Á námskeiðinu er farið yfir megininntak og siðfræði heiðins siðar; það er: Ábyrgð einstaklingsins á sjálfum sér, heiðarleiki, umburðarlyndi gagnvart trú og lífsskoðunum annarra og virðing fyrir náttúrunni og öllu lífi. Einnig er fræðst um goðafræðina, heimsmyndina og helstu heiðin tákn, byggt á Eddukvæðum og Snorra-Eddu. Skráning fer fram í gegnum skrifstofu.
Lögrétta kemur saman mánaðarlega yfir árið. Opnir lögréttufundir eru haldnir daginn eftir alsherjaþing og fyrsta laugardag í september og mars. Þá eru allir skráðir félagar velkomnir til að sitja fundinn.
Handverkskvöldin eru haldin þriðja þriðjudag í mánuði og eru hugsuð fyrir alla sem hafa áhuga á handavinnu. Þá er tilvalið að taka með sér það verkefni sem hver og einn hefur fyrir höndum í það skiptið og setjast niður yfir kaffibolla og deila reynslu.
Allir eru velkomnir.
Þá hafa umsjónarmenn handverkskvölda reglulega séð um að skipuleggja handverksnámskeið fyrir meðlimi félagsins. Slíkir viðburðir eru auglýsir sérstaklega á vefnum og á facebook síðu félagsins.
Gildi: | Ásatrú, eða heiðinn siður, byggist á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir fornum menningararfi og náttúrunni. Eitt megininntak siðarins er að hver maður sé ábyrgur fyrir sjálfum sér og gjörðum sínum. |
Stofnað: | 1972 (löggilt 1973) |
Félagar: | 4.723 (1. des. 2019) Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands |
Skráning í félagið: | Þjóðskrá Íslands annast skráningu í trúfélög. Hægt er að skrá sig í félagið á 'mínum síðum' á skra.is |
Allsherjargoði: | Hilmar Örn Hilmarsson (v) Staðgengill allsherjargoða er Jóhanna Harðardóttir |
Aðrir goðar: (v)=goði með vígsluréttindi |
Jóhanna Harðardóttir (v), Alda Vala Ásdísardóttir (v) Árni Sverrisson (v) Baldur Pálsson (v) Haukur Bragason (v) Jónína K. Berg (v) Ragnar Elías Ólafsson (v) Sigurður Mar Halldórsson (v) Eyvindur P. Eiríksson |
Lögsögumaður: | Óttar Ottósson formaður Lögréttu, stjórnar félagsins. |
Skrifstofa: | Síðumúla 15, 108 Reykjavík. Opið virka daga frá 13:30 – 16:00. Sími 561-8633 |