Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Fastir liðir

Blót

Þorrablót
-bónadadegi, fyrsta föstudegi Þorra í janúar/febrúar.

Sigurblót
- sumardaginn fyrsta í apríl.
Þingblót 
- 10. viku sumars.
Haustblót eða Dísarblót
- fyrsta vetrardag.
Landvættablót
- 1. desember.
Jólablót
- á vetrarsólstöðum 21. eða 22 desember þegar sól hækkar á lofti. 

Opið hús

Ásatrúarfélagið er með opið hús alla laugardaga frá klukkan 14:00 - 16:00.
Alla jafna er boðið er upp á kaffi og létt spjall en öðru hverju fáum við skemmtilega og fróðlega fyrirlesara til okkar sem á einn eða annann hátt tengjast sögu og menningu íslendinga.
Þessir viðburðir eru auglýstir sérstaklega hér á heimsíðunni, auk þess sem hægt er að finna þá á Facebook síðu félagsins
Allir áhugasamir eru velkomnir að líta við.

Leshópur

Leshópurinn hittist sérhvert miðvikudagskvöld í mánuði frá klukkan 20:00 og ræðir valin verk tengd ásatrú. 
Við bjóðum upp á kaffi og meðlæti.
Allir velkomnir.

Siðfræðslunámskeið

Ásatrúarfélagið býður upp á siðfræðslunámskeið síðasta laugardag í hverjum mánuði yfir vetrartímann. Þar leiðbeina Hilmar Örn Hilmarsson Allsherjagoði og Jóhanna Harðardóttir Kjalnesingagoði þeim sem hafa áhuga á að dýpka skilning sinn á heiðnum sið. 

Á námskeiðinu er farið yfir megininntak og siðfræði heiðins siðar; það er: Ábyrgð einstaklingsins á sjálfum sér, heiðarleiki, umburðarlyndi gagnvart trú og lífsskoðunum annarra og virðing fyrir náttúrunni og öllu lífi. Einnig er fræðst um goðafræðina, heimsmyndina og helstu heiðin tákn, byggt á Eddukvæðum og Snorra-Eddu. Skráning fer fram í gegnum skrifstofu.

Opnir lögréttufundir

Lögrétta kemur saman mánaðarlega yfir árið. Opnir lögréttufundir eru haldnir daginn eftir alsherjaþing og fyrsta laugardag í september og mars. Þá eru allir skráðir félagar velkomnir til að sitja fundinn.

 

Handverkskvöld

Handverkskvöldin eru haldin þriðja þriðjudag í mánuði og eru hugsuð fyrir alla sem hafa áhuga á handavinnu. Þá er tilvalið að taka með sér það verkefni sem hver og einn hefur fyrir höndum í það skiptið og setjast niður yfir kaffibolla og deila reynslu.
Allir eru velkomnir.

Þá hafa umsjónarmenn handverkskvölda reglulega séð um að skipuleggja handverksnámskeið fyrir meðlimi félagsins. Slíkir viðburðir eru auglýsir sérstaklega á vefnum og á facebook síðu félagsins.

Barnagaman

Af óviðráðanlegum ástæðum fellur barnastarfið niður um óákveðinn tíma.

Annann sunnudag í mánuði er boðið upp á barnagaman í salnum okkar. Þar koma krakkar á öllum aldri saman og oft er boðið upp á föndur eða annað skemmtilegt. Djús og kex er í boði og kaffi fyrir þá sem eru aðeins eldri.
Endilega fylgist með okkur á Facebook hópnum Barnagaman Ásatrúarfélagsins.


Salaleiga

Ásatrúarfélagið leigir út sal sinn að Síðumúla 15.
Þar er tilvalið að halda fyrirlestra, fundi, fjölskylduboð og litlar veislur.
Salurinn tekur 50 manns í sæti.
Hljómflutningstæki og skjávarpi eru á staðnum.
Afnot af litla eldhúsinu og borðbúnaði er innifalinn í leigu. 

ATH Salurinn afhendist í fyrsta lagi kl 17:00 á laugardögum vegna Opna Hússins. 

Ásatrúarfélagið

Gildi: Ásatrú, eða heiðinn siður, byggist á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir fornum menningararfi og náttúrunni. Eitt megininntak siðarins er að hver maður sé ábyrgur fyrir sjálfum sér og gjörðum sínum.
 
Stofnað: 1972 (löggilt 1973)
 
Félagar: 4.723 (1. des. 2019) Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands
 
Skráning í félagið: Þjóðskrá Íslands annast skráningu í trúfélög. Hægt er að skrá sig í félagið á 'mínum síðum' á skra.is 
 
Allsherjargoði: Hilmar Örn Hilmarsson (v)
Staðgengill allsherjargoða er Jóhanna Harðardóttir
 
Aðrir goðar:

(v)=goði með vígsluréttindi
Jóhanna Harðardóttir (v),
Alda Vala Ásdísardóttir (v)
Árni Sverrisson (v)
Baldur Pálsson (v)
Haukur Bragason (v)
Jónína K. Berg (v)
Ragnar Elías Ólafsson (v)
Sigurður Mar Halldórsson (v)
Eyvindur P. Eiríksson
 
Lögsögumaður: Óttar Ottósson
formaður Lögréttu, stjórnar félagsins.
 
Skrifstofa: Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
Opið virka daga frá 13:30 – 16:00. Sími 561-8633

Fréttir

16. október

Allsherjarþing 2020

Lögrétta hefur ákveðið að fresta Allsherjarþingi um óákveðinn tíma. Samkvæmt lögum og starfsreglum Ásatrúarfélagsins skal það haldið fyrsta laugardag eftir fyrsta vetrardag, sem að þessu ...
7. október

Fellum niður opið hús og hópa

Í ljós nýjustu COVID-takmarkana munu les- og handverkshópshittingar falla niður næstu tvær vikurnar, eða til og með 19. október. Það sama gidir einnig um 'opið hús' á laugardögum í Síðumúla. Við ...
21. september

Kynningarfundur vegna siðfræðslu 2020-2021

Næsta vetur býður Ásatrúarfélagið að venju upp á fræðslu fyrir siðfestuathafnir (heiðna fermingu). Kynningar- og skráningarfundur verður laugardaginn 24. október nk. að Síðumúla 15. Honum ...
4. september

Opinn Lögréttufundur, sept 2020

Opinn lögréttufundur kl. 14:00 laugardaginn 5. september nk.,  Síðumúla 15. Fundarefni: umræða um Voran sið, fjarfyrirlestra og hof. Allir félagsmenn Ásatrúarfélagsins velkomnir. Sjá viðburð á ...
2. september

Hauststarfsemin komin í gang

Tímarnir hafa sannarlega verið skrýtnir þetta árið.  COVID-19 hefur breytt daglegu lífi svo um munar og margt hversdagslegt hefur legið í dvala.  En nú birtir til þó svo skammdegið sé á næsta leyti! Reglubundnir ...
5. maí

Vor Siður 2020

Með því að smella hér er hægt er að panta útprentað eintak af ársriti Ásatrúarfélagsins 2020. Einnig geta félagsmenn sótt blaðið á skrifstofu félagsins, í Síðumúla ...
3. mars

Opinn Lögréttufundur

Opinn lögréttufundur kl. 14:15 laugardaginn 7. mars nk.,  Síðumúla 15. Fundarefni: Hofið í Öskuhlíð - framkvæmdir, fjáröflun, flutningar. Allir félagsmenn Ásatrúarfélagsins velkomnir. ...
Ásatrúarfélagið    Síðumúla 15, 108 Reykjavík    Sími: 5618633    Pósthólf: 8668, 128 Reykjavík    Netfang: asatru@asatru.is