Veturnáttablót verður haldið á fyrsta vetrardegi 25. október næstkomandi. Allsherjargoði Hilmar Örn Hilmarsson helgar blótið sem hefst kl 20:00. Um er að ræða Pálínuboð þar sem félagið býður grunn að veitingum sem gestir geta svo bætt í.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku/mætingu með að skrá ykkur á Facebook-viðburðinn hér: https://fb.me/e/2UF2zL36d
Það er einnig hægt að tilkynna þátttöku/mætingu með að senda póst á skrifstofa@asatru.is.
