Skip to main content

Goðheimahringnum lokað! Fyrirlestur 13. desember.

Eftir nóvember 26, 2025Fréttir

Laugardaginn 13. desember n.k. mun Stefán Pálsson sagnfræðingur og félagsmaður í Ásatrúarfélaginu halda erindi í hofinu okkar í Öskjuhlíð í tilefni útgáfu myndasögunnar Sýnir Völvunnar sem kom út á dögunum.

Myndasagan er fimmtánda og síðasta bókin í sagnaflokknum um Goðheima (danska: Valhalla) eftir Peter Madsen. Eftir langa bið er sagnaflokknum loksins lokað á íslensku. Þessar frábæru myndasögur hafa mótað hugmyndir heilu kynslóðanna um Æsi og norræna goðafræði.

Í erindinu verður fjallað um útgáfusögu þessara merkilegu dönsku myndasagna sem hófu göngu sína sem verkefni kornungra manna sem vildu búa til svar Dana við Ástríksbókunum eða Lukku-Láka en endaði í djúpri rannsókn á norrænum sagnaarfi.

Erindi Stefáns er ókeypis og opið öllum en húsið opnar kl 14:00. Það er takmarkað framboð af sætum svo best að mæta tímanlega.