Skip to main content

Mikið um að vera í hofinu í Öskjuhlíð helgina 13-14. desember.

Eftir desember 12, 2025Fréttir

13. desember.
Stefán Pálsson ætlar að halda erindi í hofinu á morgun laugardag um útgáfusögu Goðheimabókanna.

Nánar hér: https://asatru.is/godheimahringnum-lokad-fyrirlestur-13-desember/

Húsið opnar kl. 14:00 og er öllum frjálst að mæta.

Ókeypis aðgangur.

Fyrirlestrinum verður einnig streymt á facebook-síðu félagsins.

 

 

 

 

14. desember.
Ása Hlín Benediktsdóttir mætir til okkar og kynnir bókina Hallormsstaðaskógur: söguljóð fyrir börn með upplestri en bókin sækir m.a. í norræna goðafræði.

Hver veit nema lagarfljótsormurinn verði með í för?

Þá bjóðum við einnig upp á jólaföndur fyrir börnin, þar sem við málum köngla og föndrum saman, boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur.

Aðgangur er ókeypis og öllum frjálst að mæta. Húsið opnar klukkan 14:00