Skip to main content

Bibbi í Skálmöld og textarnir

Eftir mars 23, 2016Fréttir

Listamaðurinn Snæbjörn Ragnarsson, öðru nafni Bibbi bassaleikari og textasmiður Skálmaldar, mun verða gestur á opnu húsi hér í Síðumúla 15, laugardaginn 2. apríl kl. 14:00.
Bibbi ætlar að sitja fyrir svörum og segja meðal annars frá hugmyndunum bak við hina dýrt kveðnu texta Skálmaldar og viðbrögðunum við tónlist þeirra víða um heim.
Einstakt tækifæri til að kynnast Skálmöld í gegnum einn af listamönnunum. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.