Skip to main content

Kynning á siðfestunámskeiði 2018-2019

Eftir september 5, 2018mars 30th, 2022Fréttir

Siðfræðslunámskeið 2018-2019
Er unglingurinn þinn að verða fullorðinn? 
Það er stór stund að ganga í fullorðinna manna tölu og viðeigandi að gera það með athöfn þar sem vinir og fjölskylda fagna saman. 
Með haustinu fer af stað siðfræðslunámskeið Ásatrúarfélagsins og eru áhugasamir hvattir til að mæta á kynningarfund laugardaginn 29 sept kl 12.

Fræðslan fer fram í sal Ásatrúarfélagsins að Síðumúla 15 
síðasta laugardag hvers mánaðar eða samkvæmt samkomulagi við goða í hverju héraði fyrir sig. þar verður farið er yfir megininntak og siðfræði heiðins siðar sem byggir á eftirfarandi þáttum:

Ábyrgð einstaklingsins á sjálfum sér
Heiðarleiki
Umburðarlyndi gagnvart trú og lífsskoðunum annarra
Virðing fyrir náttúrunni og öllu lífi

Foreldrar og forráðamenn eru velkomin til að sitja námskeiðið með börnum sínum. Við leggjum sérstaka áherslu á að foreldrar / forráðamenn mæti með börnum sínum í fyrsta tíman (29. sept) þar sem námskeiðið, athöfnin og dagskrá vetrarins eru kynnt; og í síðasta tímann að vori (25. maí) en þá fer fram sérstakt útinámskeið. 

Skráning fer fram í gegnum tölvupóst skrifstofunnar asatru@asatru.is þar sem fram koma fullt nafn og kennitala barns, nöfn foreldra og kennitölur, heimilisfang og símanúmer.

Verð er 40.000kr og innifalið í þeirri upphæð er fræðslan yfir veturinn, útinámskeið að vori og einstaklingsathöfn.