Í tilefni Sumardagsins fyrsta verða helguð blót á nokkrum stöðum á landinu fimmtudaginn 20. apríl næstkomandi. Hér er listinn yfir blótin:
————————————————————————-
Í Reykjavík verður Sigurblótið haldið í hofinu okkar að Menntasveigi 15 í Öskjuhlíð. (Sjá kort af svæðinu).
Í boði verða grillaðar pylsur og kaffi á könnunni. Krakkarnir fá sumargjöf.
Félagar úr Rimmugýg og fleiri víkingasveitum tjalda, sjá um grillið og verða með víkingaleiki á svæðinu.
Pylsurnar verða grillaðar á víkingagrilli!
Verið velkomin og hefst dagskráin kl 14:00 með blótathöfn. Verðum að til kl 17:00.
————————————————————————–
Á Akureyri verður Sigurblótið haldið á Hamarkotstúni og hefst athöfnin kl 14:00. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og safa.
————————————————————————–
Sigurblót við Blöndalsbúð.
Eins og hefð er til þá verður Sigurblót sumardaginn fyrsta í Blöndalsbúð á Héraði og hefst kl. 17:00. Kaffi verður á staðnum og goðapylsur til að grilla, já og kannski SS gerðin líka. Gestir geta haft með sér það besta úr búi sínu til að hafa með kaffinu.
Allir velkomnir.
————————————————————————–
Í Ásheimi hefst Sigurblótið kl 13:00. Í boði verða pylsur og gos.
Verið velkomin!
————————————————————————-
Sigurblót verður í Haukadal Dýrafirði og hefst það kl 16:00. Boðið verður uppá kleinur, safa og kaffi að blóti loknu. 




