Skip to main content

Ásatrúarfélagið í miklum vexti

Eftir febrúar 24, 2012Fréttir

Félögum í Ásatrúarfélaginu fjölgaði um 251 á árinu 2011 og voru í upphafi þessa árs orðnir 1951 talsins. Mannfjöldaskýrslur á vef Hagstofu Íslands, sem ná aftur til ársins 1998, sýna vel vöxt félagsins sem hefur sjöfaldast að stærð á fjórtán árum:

  1. 280
  2. 304
  3. 353
  4. 515
  5. 570
  6. 636
  7. 787
  8. 879
  9. 960
  10. 1.040
  11. 1.154
  12. 1.275
  13. 1.402
  14. 1.700
  15. 1.951

Ekkert trúfélag óx jafn mikið hlutfallslega og Ásatrúarfélagið á árinu.

 

Ásatrúarfélagið1700195114,8
Félag múslima á Íslandi37041913,2
Utan trúfélaga140911580212,1
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan42747511,2
Serbneska rétttrúnaðarkirkjan2182399,6
Fríkirkjan í Reykjavík872891434,8
Fríkirkjan í Hafnarfirði565358713,9
Óháði söfnuðurinn305331733,9
Búddistafélag Íslands9259492,6
Kaþólska kirkjan10207104552,4
Menningarsetur múslima á Íslandi2742750,4
    
Íslenska Kristskirkjan294293-0,3
Vegurinn658655-0,5
Þjóðkirkjan247245245456-0,7
Vottar Jehóva701696-0,7
Önnur trúfélög og ótilgreint1886918662-1,1
Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi760751-1,2
Hvítasunnukirkjan á Íslandi20872045-2
Bahá'í samfélagið412403-2,2
Krossinn559515-7,9

Félagið hefur reynt að bregðast við þessu trausti með því að efla starfsemi sína, jafnt trúarlegar athafnir sem almennt félagsstarf. Eins hefur verið leitast við að bæta upplýsingjöf til félagsmanna og annarra, m.a. með þessari vefsíðu. Stærsta verkefnið framundan er svo bygging hofs á lóð félagsins í Öskjuhlíð en með tilkomu þess stórbatnar öll aðstaða til að efla félagið enn frekar.