Skip to main content

Ásatrúarfélagið stækkaði um 10% á árinu 2012

Eftir febrúar 12, 2013desember 17th, 2021Fréttir

Hagstofa Íslands gaf í dag út árlega skýrslu sína um mannfjölda eftir trúfélögum miðað við 1. janúar ár hvert.

Tölurnar staðfesta áframhaldandi vöxt Ásatrúarfélagsins en félögum fjölgaði á liðnu ári úr 1951 í 2148, eða um 197 manns. Þetta er heldur minni fjölgun en tvö síðustu ár en þó sú þriðja mesta í sögu félagsins, eins og sjá má á síðunni félagafjöldi. Þá ber svo við um þessar mundir að félagið er orðið sjötta stærsta trúfélag landsins af þeim 39 sem skráð eru.

Með lagabreytingu, sem samþykkt var í janúar 2013, öðluðust lífsskoðunarfélög rétt til skráningar til jafns við trúfélög. Þegar hefur eitt slíkt boðað umsókn. Með breytingunni fá lífsskoðunarfélög sömu réttindi og skyldur og skráð trúfélög og munu því bætast í hóp trúfélaganna framvegis þegar Hagstofan birtir upplýsingar um mannfjölda eftir trúfélögum.